Samráðssektir innheimtar strax 7. janúar 2005 00:01 Munnlegur málflutningur hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna olíumálsins fer fram á Hótel Sögu á mánudagsmorgun klukkan 9. Bæði forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar munu koma fyrir nefndina að sögn Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og formanns áfrýjunarnefndarinnar. Þinghaldið verður lokað. Þann 28. október ákvarðaði samkeppnisráð að olíufélögunum Essó, Skeljungi og Olís bæri að greiða samanlagt 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulags samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Olíufélögin kærðu öll ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þann 26. nóvember. Samkvæmt lögum hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að úrskurða í málinu en nú er ljóst að það mun dragast. Stefán Már segir að málið sé það umfangsmikið að nefndin þurfi lengri tíma til að fjalla um það. Hann segist samt vænta þess að úrskurðað verði í málinu í þessum mánuði. Úrskurðarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun samkeppnisráðs. Hún getur einnig breytt ákvörðun samkeppnisráðs eða vísað kærunni frá. Ef olíufélögin una ekki úrskurði áfrýjunarnefndarinnar geta þau höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Olíufélögin hafa þá sex mánaða frest til þess. Samkvæmt samkeppnislögum mun slík málshöfðun ekki fresta gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild Samkeppnisstofnunar til að byrja að innheimta sektirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er víst að ef áfrýjunarnefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs mun Samkeppnisstofnun strax byrja að innheimta sektirnar. Það yrði gert þar sem líklegt er að málið gæti tekið mjög langan tíma fyrir dómstólum, til dæmis ef því yrði síðan áfrýjað til Hæstaréttar. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Munnlegur málflutningur hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna olíumálsins fer fram á Hótel Sögu á mánudagsmorgun klukkan 9. Bæði forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar munu koma fyrir nefndina að sögn Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og formanns áfrýjunarnefndarinnar. Þinghaldið verður lokað. Þann 28. október ákvarðaði samkeppnisráð að olíufélögunum Essó, Skeljungi og Olís bæri að greiða samanlagt 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulags samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Olíufélögin kærðu öll ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þann 26. nóvember. Samkvæmt lögum hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að úrskurða í málinu en nú er ljóst að það mun dragast. Stefán Már segir að málið sé það umfangsmikið að nefndin þurfi lengri tíma til að fjalla um það. Hann segist samt vænta þess að úrskurðað verði í málinu í þessum mánuði. Úrskurðarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun samkeppnisráðs. Hún getur einnig breytt ákvörðun samkeppnisráðs eða vísað kærunni frá. Ef olíufélögin una ekki úrskurði áfrýjunarnefndarinnar geta þau höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Olíufélögin hafa þá sex mánaða frest til þess. Samkvæmt samkeppnislögum mun slík málshöfðun ekki fresta gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild Samkeppnisstofnunar til að byrja að innheimta sektirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er víst að ef áfrýjunarnefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs mun Samkeppnisstofnun strax byrja að innheimta sektirnar. Það yrði gert þar sem líklegt er að málið gæti tekið mjög langan tíma fyrir dómstólum, til dæmis ef því yrði síðan áfrýjað til Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira