Hámenning og lágmenning 10. janúar 2005 00:01 Okkur er tamt að tala um menningu sem einhvern afmarkaðan kima í þjóðfélaginu. Án þess svo sem að hafa skilgreint hvað við meinum tölum við um listgreinar sem hafa verið "lærðar" sem menningu og lítum framhjá því að allt sem tilheyrir manninum er menning, einfaldlega vegna þess að menning er dregið af orðinu "menn" sem er jú fleirtalan af maður. Tek það fram til þess að forðast allan misskilning að konur eru líka menn - og oft drengir góðir. Þessari menningu skiptum við síðan í hámenningu og lágmenningu. Með nefið upp í loft teljum við okkur þess umkomin að leggja niður landamærin af hroka og einfeldningshætti. Það sem gerist í leikhúsunum er hámenning, það sem gerist í bíó er lágmenning. Það sem er íslenskt er "auðvitað" hámenning. Það er ekki hægt annað en velta þessu fyrir sér þegar lesinn er leiðari Morgunblaðsins mánudaginn 10. janúar. Þar er íslensku lekhúsi hrósað fyrir hámenningu, enda átta íslensk stykki á fjölunum - en kvikmyndahúsum úthúðað fyrir flatneskju - og að sjálfsögðu lágmenningu. Hver er skilgreining leiðarahöfundar á menningu, hámenningu og lágmenningu? Er allt gott sem tekst að klúðra upp í leikhúsunum? Þarf ekki að uppfylla neinar gæðakröfur í vali á verkefnum, listrænum tökum og vinnubrögðum? Er nóg að verkið sé íslenskt - eða eftir einhvern sem hefur verið hampað í útlöndum, hvort sem hann á það skilið eða ekki? Leiðaraskrifari kvartar líka sáran yfir því að kvikmyndir gömlu meistaranna skuli ekki vera sýndar hér, þótt þær séu sýndar í löndunum allt í kringum okkur? Um hvaða gömlu meistara er hann að tala? Þurfa kvikmyndir að vera eftir "gamla" meistara til að hljóta náð fyrir hans hámenningaraugum? Ef svo er gæti hann fengið sér digital-áskrift. MGM sýndi Cat on a Hot Tin Roof með Liz Taylor og Paul Newman síðastliðið sunnudagskvöld. TNT sýnir stundum myndir frá þögla tímanum. Hvað með íslenskar kvikmyndir? Eru þær allar hámenning eins og íslensku leikritin átta sem nú eru á fjölunum? Hefur aldrei verið nein flatneskja í þeim? Eða þurfa þær að hafa náð vissum aldri til þess að geta talist hámenning? Eru þá kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar og Ágústs Guðmundssonar hámenning en aðrar ekki? Þeir eru jú hinir eiginlegu "gömlu meistarar" í íslenskri kvikmyndagerð vorra tíma. Eða getur Ósvaldur Knudsen einn fallið undir skilgreininguna? Annað sem kynni að vera forvitnilegt að fá svör við er hvort leiðaraskrifari hafi séð allar kvikmyndirnar sem eru í boði í kvikmyndahúsunum þessa dagana. Er það þess vegna sem hann er þess umkominn að kveða upp úr um að allt sem er í kvikmyndahúsunum sé flatneskjuleg lágmenning? Með fullri virðingu fyrir "hámenningunni" í íslensku leikhúsunum, verð ég að viðurkenna að mér finnst leikárið hafa verið leiðinlegt fram til þessa. Kannski eru leiðindi hámenning - hvur veit. Það er aðeins eitt stykki sem stendur upp úr enn sem komið er, Böndin á milli okkar, eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Vel skrifað verk, vel leikið, afbragðs góð leikstjórn, leikmynd sem þjónar verkinu vel. Sum stóru stykkin hafa verið illa skrifuð (t.d. Norður), jafnvel útdrættir úr bókum (t.d. Híbýli vindanna) og leikararnir þvælast um vondar leikmyndir með innihaldslausan texta. Ofan á allt saman hafa þau verið allt of löng, svo löng að maður stynur sáran meðáhorfendum sínum til samlætis. Það gengur ekki að hámenning sé annað hvort eitthvað sem er í leikhúsi, helst íslenskt eða gamalt. Það má vel vera að margt og misjafnt komi úr bandarískum kvikmyndasmiðjum (nánast allar kvikmyndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum í dag eru þaðan), enda framleiðslan óheyrileg. Engu að síður eru kvikmyndir menning Bandaríkjanna, rétt eins og bókmenntir eru (eða hafa verið) menning Íslendinga. Það þýðir ekki að við getum sett okkur á háan hest og afgreitt alla þá sköpun sem á sér stað í bandarískri kvikmyndagerð sem lágmenningu. Við getum ekki heldur haldið því fram að allt sem er íslenskt sé hámenning. Leiklist og kvikmyndagerð eru hlutfallslega ungar listgreinar hér á landi, einkum íslensk leikritun. Henni hefur ekki verið sinnt sem skyldi fram til þessa. Vissulega er fagnaðarefni að íslensk leikrit skuli vera á fjölunum, en gerum okkur grein fyrir því að íslensk leikritun er í þróun - svo mikið hefur hún verið vanrækt. Við skyldum varast að setja okkur á háan hest gagnvart þeim sem eiga mun lengri hefð, að ekki sé talað um afköst, í þessum greinum. Við hljótum að þurfa að miða skilgreiningar okkar á hámenningu og lágmenningu við eitthvð annað en frá hvaða landi stykkið kemur eða hvar það birtist. Það væri til dæmis allt í lagi að miða við það hvort framleiðslan er vel eða illa unnin - og hvort hún hefur eitthvert innihald. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur er tamt að tala um menningu sem einhvern afmarkaðan kima í þjóðfélaginu. Án þess svo sem að hafa skilgreint hvað við meinum tölum við um listgreinar sem hafa verið "lærðar" sem menningu og lítum framhjá því að allt sem tilheyrir manninum er menning, einfaldlega vegna þess að menning er dregið af orðinu "menn" sem er jú fleirtalan af maður. Tek það fram til þess að forðast allan misskilning að konur eru líka menn - og oft drengir góðir. Þessari menningu skiptum við síðan í hámenningu og lágmenningu. Með nefið upp í loft teljum við okkur þess umkomin að leggja niður landamærin af hroka og einfeldningshætti. Það sem gerist í leikhúsunum er hámenning, það sem gerist í bíó er lágmenning. Það sem er íslenskt er "auðvitað" hámenning. Það er ekki hægt annað en velta þessu fyrir sér þegar lesinn er leiðari Morgunblaðsins mánudaginn 10. janúar. Þar er íslensku lekhúsi hrósað fyrir hámenningu, enda átta íslensk stykki á fjölunum - en kvikmyndahúsum úthúðað fyrir flatneskju - og að sjálfsögðu lágmenningu. Hver er skilgreining leiðarahöfundar á menningu, hámenningu og lágmenningu? Er allt gott sem tekst að klúðra upp í leikhúsunum? Þarf ekki að uppfylla neinar gæðakröfur í vali á verkefnum, listrænum tökum og vinnubrögðum? Er nóg að verkið sé íslenskt - eða eftir einhvern sem hefur verið hampað í útlöndum, hvort sem hann á það skilið eða ekki? Leiðaraskrifari kvartar líka sáran yfir því að kvikmyndir gömlu meistaranna skuli ekki vera sýndar hér, þótt þær séu sýndar í löndunum allt í kringum okkur? Um hvaða gömlu meistara er hann að tala? Þurfa kvikmyndir að vera eftir "gamla" meistara til að hljóta náð fyrir hans hámenningaraugum? Ef svo er gæti hann fengið sér digital-áskrift. MGM sýndi Cat on a Hot Tin Roof með Liz Taylor og Paul Newman síðastliðið sunnudagskvöld. TNT sýnir stundum myndir frá þögla tímanum. Hvað með íslenskar kvikmyndir? Eru þær allar hámenning eins og íslensku leikritin átta sem nú eru á fjölunum? Hefur aldrei verið nein flatneskja í þeim? Eða þurfa þær að hafa náð vissum aldri til þess að geta talist hámenning? Eru þá kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar og Ágústs Guðmundssonar hámenning en aðrar ekki? Þeir eru jú hinir eiginlegu "gömlu meistarar" í íslenskri kvikmyndagerð vorra tíma. Eða getur Ósvaldur Knudsen einn fallið undir skilgreininguna? Annað sem kynni að vera forvitnilegt að fá svör við er hvort leiðaraskrifari hafi séð allar kvikmyndirnar sem eru í boði í kvikmyndahúsunum þessa dagana. Er það þess vegna sem hann er þess umkominn að kveða upp úr um að allt sem er í kvikmyndahúsunum sé flatneskjuleg lágmenning? Með fullri virðingu fyrir "hámenningunni" í íslensku leikhúsunum, verð ég að viðurkenna að mér finnst leikárið hafa verið leiðinlegt fram til þessa. Kannski eru leiðindi hámenning - hvur veit. Það er aðeins eitt stykki sem stendur upp úr enn sem komið er, Böndin á milli okkar, eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Vel skrifað verk, vel leikið, afbragðs góð leikstjórn, leikmynd sem þjónar verkinu vel. Sum stóru stykkin hafa verið illa skrifuð (t.d. Norður), jafnvel útdrættir úr bókum (t.d. Híbýli vindanna) og leikararnir þvælast um vondar leikmyndir með innihaldslausan texta. Ofan á allt saman hafa þau verið allt of löng, svo löng að maður stynur sáran meðáhorfendum sínum til samlætis. Það gengur ekki að hámenning sé annað hvort eitthvað sem er í leikhúsi, helst íslenskt eða gamalt. Það má vel vera að margt og misjafnt komi úr bandarískum kvikmyndasmiðjum (nánast allar kvikmyndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum í dag eru þaðan), enda framleiðslan óheyrileg. Engu að síður eru kvikmyndir menning Bandaríkjanna, rétt eins og bókmenntir eru (eða hafa verið) menning Íslendinga. Það þýðir ekki að við getum sett okkur á háan hest og afgreitt alla þá sköpun sem á sér stað í bandarískri kvikmyndagerð sem lágmenningu. Við getum ekki heldur haldið því fram að allt sem er íslenskt sé hámenning. Leiklist og kvikmyndagerð eru hlutfallslega ungar listgreinar hér á landi, einkum íslensk leikritun. Henni hefur ekki verið sinnt sem skyldi fram til þessa. Vissulega er fagnaðarefni að íslensk leikrit skuli vera á fjölunum, en gerum okkur grein fyrir því að íslensk leikritun er í þróun - svo mikið hefur hún verið vanrækt. Við skyldum varast að setja okkur á háan hest gagnvart þeim sem eiga mun lengri hefð, að ekki sé talað um afköst, í þessum greinum. Við hljótum að þurfa að miða skilgreiningar okkar á hámenningu og lágmenningu við eitthvð annað en frá hvaða landi stykkið kemur eða hvar það birtist. Það væri til dæmis allt í lagi að miða við það hvort framleiðslan er vel eða illa unnin - og hvort hún hefur eitthvert innihald. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun