Hagræn áhrif á orðanotkun 10. janúar 2005 00:01 Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hafði gaman af spjalli þínu við prófessor Ágúst Einarsson um hagræn áhrif tónlistar. Það var orðið löngu tímabært að ræða þessi mál í nýrri tóntegund. Í framhaldinu mætti breyta hefðbundinni orðanotkun sem lýsir gjarnan fjárhagslegum samskiptum hins opinbera við menningargeirann. Við þurfum að hætta að nota orðin “styrkur” og “niðurgreiðslur” og fleiri orð er gefa í skyn að annar aðilinn í þessum samskiptum sé þiggjandi á meðan hinn er gefandi. Að þessu leyti er mikilvægt að hefja umræðuna upp á sama plan og umræðu um fjárhagsleg samskipti hins opinbera við alla aðra hópa í samfélaginu. Eða hljómar það ekki undarlega ef rætt væri um fjárhagsleg samskipti ríkis og sjúkrahúsa sem niðurgreiðslur ríkisins á sjúkraþjónustu eða jafnvel styrki til lækna og heilbrigðisstarfsfólks? Hljómaði það ekki einkennilega ef rætt væri um almennar skólastofnanir og kennara sem þiggjendur styrkja eða niðurgreiðslna frá ríki og sveitafélögum? Sannleikurinn er sá að listafólk er eini hópurinn í okkar ágæta samfélagi sem hefur þurft og þarf enn að sitja undir orðanotkun sem gefur í skyn að lífsstarf þeirra sé atvinnubótavinna eða einhvers konar betl, frekar en sérfræðiþekking og sala á þjónustu eins og sagt og skrifað er um allar aðrar stéttir. Sinfónían selur ríki og bæ menningarþjónustu. Hið opinbera kaupir þessa þjónustu af sérfræðingum sem þar vinna. Það er beinlínis rangnefni að tala um að ríkið styrki rekstur Sinfóníunnar og jafnvel öfugsnúningur eins og prófessor Ágúst hefur bent á réttilega. Hefur einhver heyrt talað um að ríkið styrki rekstur Orkustofnunnar eða skrifað að ríkið niðurgreiði laun starfsmanna þeirrar ágætu stofnunnar? Þegar Sinfónían setur upp sýningu eða tónleika greiðir ríkið hluta kostnaðarins. Það eru viðskipti sem samið er um á jafnréttisgrunni þar sem fólk fær greidd laun fyrir vinnu sem það selur og kaupandinn fær andvirði þeirra fjármuna sem hann fjárfestir með. Þessi viðskipti eru á engan hátt frábrugðin kaupum ríkisins á þjónustu verkfræðinga, lækna eða kennara svo dæmi sé tekið. Hvoru tveggja eru kaup og sala á og þekkingu og þjónustu. Nú þegar prófessor Ágúst hefur leitt okkur í sannleikann um hinn fjárhagslega ávinning sem samfélagið nýtur vegna lista- og menningarviðskipta getum við kannski öll losað okkur við fordómana og farið að hugsa stærra, enda hefur prófessorinn staðfest það sem margir listamenn hafa lengi vitað, að fyrir hverja krónu sem hið opinbera fjárfestir í lista- og menningarþjónustu koma enn fleiri beinharðar krónur til baka í samneysluna. Kveðjur Arnþór Ps. sendi þér Chant du Menestrel eftir Alexander Glazunov leikið af Rostropovich. Vonandi hefur þú Winamp til að spila fælinn. Chant-inn minnir okkur á að þó að hagræn áhrif tónlistar séu nú orðið útreiknanleg stærð getur verið enn flóknara að reikna út hvaða tónlist gefur mest af sér ;-)
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun