Veit ekki um afdrif margra vina 13. október 2005 15:20 Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð. Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Renuka Perera, starfsmaður Alþjóðahússins, er frá Sri Lanka en hún hefur enn ekki heyrt um afdrif margra ættingja sinna. Systir Renuku og nánasti ættingi á Sri Lanka er á lífi en heimili hennar eyðilagðist í flóðbylgjunni. Renuka reynir hvað hún getur að senda peninga út til systur sinnar og vinkonu til að hjálpa þeim að komast af. Hún hefur ekki heyrt frá mörgum vinum sínum og frændfólki og veit ekki hvort þau eru lífs eða liðin. Hún hefur reynt að hringja til þeirra síðan hamfarirnar urðu en enginn svarar símanum og hún veit ekki hvar þau eru niðurkomin. Systir Renuku býr nú ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum hjá tengdafólki sínu. Renuka kemur frá Kólombó sem er höfuðborg Sri Lanka. Vinkona hennar býr í bæ skammt frá þar sem eyðileggingin var mun meiri en í höfuðborginni. Vinkonan lýsti ástandinu sem hræðilegu en 23 þúsund manns hafa látist á Sri Lanka í hamförunum og fer talan enn hækkandi. Mörg börn eru foreldralaus, fjöldi hefur misst maka sína og heimili eru stórskemmd ef ekki ónýt. "Venjulega eru áramótunum fagnað af miklum krafti á Sri Lanka eins og á Íslandi. Enginn fagnaði áramótunum að þessu sinni. Vinkona mín sagði ekkert í umhverfinu hafa borið vitni um að nýtt ár hefði gengið í garð, þar ríkir bara sorg," segir Renuka. Hún segir mörg lík hafa verið grafin án þess að kennsl hafi verið borin á þau en hiti veldur því að líkin byrja fljótt að rotna. Renuka segir að ef hún væri ekki ófrísk færi hún til Sri Lanka til að leggja sitt af mörkum við hjálparstarfið. Hún á erfitt með að sofna á kvöldin vegna allra hugsananna um hörmungarnar sem reika um hugann. Renuka kom fyrst til Íslands árið 1996 sem au-pair. Eftir eitt ár var hún þess fullviss að hér vildi hún búa, landið væri friðsælt og lífsskilyrðin góð.
Asía - hamfarir Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira