Alcan vill bætur frá olíufélögunum 14. janúar 2005 00:01 Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira
Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Sjá meira