Áfram í Hvíta húsinu? Guðmundur Magnússon skrifar 16. janúar 2005 00:01 George W. Bush sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað sinn á fimmtudaginn. Þeir eru ekki margir sem staðið hafa í hans sporum að þessu leyti. Og ekki geta margir státað af því að eiga föður sem líka var forseti. En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu. Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika. Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum? Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn. En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin. Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni. Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
George W. Bush sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í annað sinn á fimmtudaginn. Þeir eru ekki margir sem staðið hafa í hans sporum að þessu leyti. Og ekki geta margir státað af því að eiga föður sem líka var forseti. En það eru takmörk fyrir öllu. Bandaríska stjórnarskráin bannar mönnum að gegna forsetaembætti lengur en tvö kjörtímabil. Þess vegna er ljóst að Bush á aðeins fjögur ár eftir í Hvíta húsinu. Algengt er að fyrrverandi varaforsetar nái kjöri sem forsetar. Það stafar meðal annars af því hve þekktir þeir verða í embætti. Nöfn og heiti skipta ekki minna máli í stjórnmálum en í vöruheimi viðskiptalífsins. Það ákveður enginn upp úr þurru að fara í forsetaframboð þar vestra. Frambjóðendur þurfa að hafa látið að sér kveða um árabil - og hafa aðgang að miklum fjármunum - ef þeir vilja eiga nokkra möguleika. Varaforsetinn Bush er Dick Cheney. Hann er ekkert unglamb og hefur að auki fengið hjartaáfall fjórum sínum á stuttum tíma. Ekki hvarflar að nokkrum manni að hann muni verða valinn næsta forsetaefni Repúblikanaflokksins né að hann muni sækjast eftir því.Demókratar eru þegar farnir að velta því fyrir sér hvern þeir eigi að bjóða fram eftir fjögur ár. Við fjölluðum um það á Vísi í nóvember í fyrra eins og hér má lesa. Sumum finnst slíkar vangaveltur ótímabærar þegar nýtt fjögurra ára kjörtímabil forseta er rétt að hefjast. En ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Svona nokkuð þarfnast langs undirbúnings. Og satt að segja eru repúblikanar líka að velta þessum málum fyrir sér. Þeir geta vel hugsað sér að halda völdum í Hvíta húsinu í tólf ár samfleytt, helst lengur! En hvert beina þeir sjónum sínum? Meðal þeirra manna sem nefndir hafa verið sem hugsanlegir frambjóðendur flokksins árið 2008 eru hinn vinsæli borgarstjóri í New York, Rudy Giuliani, en vikuritið Economist, sem fjallar um þessi mál í nýjasta tölublaði, segir að einnig hafi heyrst nöfn manna eins og George Pataki, Mitt Romney, Rick Santorum og Bill Owens. Ólíklegt er að margir lesendur hafa heyrt þau nöfn. En svo er eitt nafn enn segir Economist og telur að þar geti leynst sigurvegari næstu forsetakosninga. Þar er um að ræða yngri bróður núverandi forseta, Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída. Kjörtímabil hans lýkur eftir eitt ár. Hann er þjóðkunnur maður, vinsæll á heimaslóðum og hefur að að auki ýmsa eiginleika sem gætu hjálpað honum í baráttu við frambjóðendur demókrata. Til að mynda er eiginkona hans fædd í Mexíkó og börn þeirra þrjú eru frekar dökk á hörund. Þá hefur hann snúist til rómversk-kaþólskrar trúar. Hann þykir meiri hugsuður en stóri bróðir og hefur orðið vel ágengt í embætti að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem repúblikönum eru hjartfólgin. Ekki eru allir í fjölskyldunni þeirrar skoðunar að Jeb eigi að taka slaginn. Móðir hans, Barbara, hefur sagt að nóg sé komið - í bili að minnsta kosti. Kannski merkir það að Jeb ætti að reyna fyrir sér árið 2012. Nema gamla konan sé eins og ýmsir fleiri með hugann við sonarson sinn, George P. Bush, sem er sonur ríkisstjórans. Margir telja sig sjá í honum nýtt leiðtogaefni. Einu sinni var Kennedy það nafn sem mestur ljómi lék um í bandarískum stjórnmálum og þjóðlífi. Kennedy-bræður áttu glæsilegan en einnig harmsögulegan feril. Bush-fjölskyldan hefur átt meira láni að fagna. Kannski á hún eftir að fara í sögubækurnar sem sigursælasta fjölskyldan í bandarískri stjórnmálasögu síðari alda.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar