Tekur tonn af fitu af landsmönnum 18. janúar 2005 00:01 "Systur mínar, Sara og Halldóra Ögmundsdætur, reka stöðina með mér og svo sýnir náttúrlega restin af fjölskyldunni mikinn stuðning. Það er bæði gott og slæmt að vinna með systrum sínum. Þá er stundum óþarfa hreinskilni en það verða að minnsta kosti ekki varanleg vinaslit. Við höfum líka orðið samrýmdari eftir að við byrjuðum að vinna saman sem er gott mál," segir Georg Ögmundsson, einn af rekendum Orkuversins. Orkuverið er á tveimur hæðum og er tækjasalurinn þrískiptur. "Á neðri hæð er íþróttasalur og herbergi fyrir mestu öskrin. Þar er pláss fyrir kraftakarlana og nauðsynleg aðstaða í alvöru líkamsræktarstöð. Þar eru bekkpressur og lóð og allt sem þarf til að iðka ólympískar lyftingar. Efri hæðin er síðan ætluð almenningi þar sem er frekar róleg og góð líkamsrækt. Það finna sem sagt allir eitthvað við sitt hæfi og fólk fer á hvora hæðina sem það vill. Síðan er tengingin við Egilshöllina mjög sterk en þar er margt hægt að gera. Þar er innanhússfótbolti, skautasvell og keilusalur á leiðinni. Maður getur beinlínis eytt deginum í Egilshöllinni," segir Georg en bæði hann og systur hans hafa brennandi áhuga á líkamsrækt. "Ég hef verið að keppa í aflraunum en Sara systir mín er meira í jógalínunni. Þetta er sem sagt sitthvor póllinn og þegar tækifæri bauðst að reka líkamsræktarstöð þá ákváðum við að kýla á það." Orkuverið er að fara af stað með leik í samstarfi við útvarpsstöðvarnar FM 957 og Létt 96,7. "Við ætlum að verðlauna fólk fyrir að missa kíló og ætlum að taka tonn af fitu af landsmönnum. Fólk bara kaupir kort og skráir sig og vigtar sig reglulega. Síðan fær það verðlaun á þriggja kílóa fresti. En sá sem missir grammið sem kemur okkur yfir tonnið fær vegleg verðlaun. Það eru góð verðlaun í boði eins og til dæmis GSM-símar, rúm, ferðavinningar, DVD-spilarar og margt fleira. Við erum búin að fá svakalega, löggilta vigt sem mælir hvert einasta gramm," segir Georg og er bjartsýnn með framtíð Orkuversins sem hefur fengið góðar móttökur. Heilsa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
"Systur mínar, Sara og Halldóra Ögmundsdætur, reka stöðina með mér og svo sýnir náttúrlega restin af fjölskyldunni mikinn stuðning. Það er bæði gott og slæmt að vinna með systrum sínum. Þá er stundum óþarfa hreinskilni en það verða að minnsta kosti ekki varanleg vinaslit. Við höfum líka orðið samrýmdari eftir að við byrjuðum að vinna saman sem er gott mál," segir Georg Ögmundsson, einn af rekendum Orkuversins. Orkuverið er á tveimur hæðum og er tækjasalurinn þrískiptur. "Á neðri hæð er íþróttasalur og herbergi fyrir mestu öskrin. Þar er pláss fyrir kraftakarlana og nauðsynleg aðstaða í alvöru líkamsræktarstöð. Þar eru bekkpressur og lóð og allt sem þarf til að iðka ólympískar lyftingar. Efri hæðin er síðan ætluð almenningi þar sem er frekar róleg og góð líkamsrækt. Það finna sem sagt allir eitthvað við sitt hæfi og fólk fer á hvora hæðina sem það vill. Síðan er tengingin við Egilshöllina mjög sterk en þar er margt hægt að gera. Þar er innanhússfótbolti, skautasvell og keilusalur á leiðinni. Maður getur beinlínis eytt deginum í Egilshöllinni," segir Georg en bæði hann og systur hans hafa brennandi áhuga á líkamsrækt. "Ég hef verið að keppa í aflraunum en Sara systir mín er meira í jógalínunni. Þetta er sem sagt sitthvor póllinn og þegar tækifæri bauðst að reka líkamsræktarstöð þá ákváðum við að kýla á það." Orkuverið er að fara af stað með leik í samstarfi við útvarpsstöðvarnar FM 957 og Létt 96,7. "Við ætlum að verðlauna fólk fyrir að missa kíló og ætlum að taka tonn af fitu af landsmönnum. Fólk bara kaupir kort og skráir sig og vigtar sig reglulega. Síðan fær það verðlaun á þriggja kílóa fresti. En sá sem missir grammið sem kemur okkur yfir tonnið fær vegleg verðlaun. Það eru góð verðlaun í boði eins og til dæmis GSM-símar, rúm, ferðavinningar, DVD-spilarar og margt fleira. Við erum búin að fá svakalega, löggilta vigt sem mælir hvert einasta gramm," segir Georg og er bjartsýnn með framtíð Orkuversins sem hefur fengið góðar móttökur.
Heilsa Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira