Ákvörðunin ekki rædd fyrir fram 18. janúar 2005 00:01 Í ljósi endurtekinnar fjölmiðlaumræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 - 2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihluti nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að "ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak". Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a: "Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum. ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun." Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sama hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars 2003 réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar: Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna: Höfðu ekki umboðHalldór tvísaga "Forsætisráðherra þarf náttúrlega ekki að gefa út neina yfirlýsingu til að segja okkur að Íraksmálið hafi mikið verið rætt og víða, það vita allir. Það er ekki það sem málið snýst um, heldur það hvort þeir hafi sótt umboð til þess að taka þá ákvörðun sem þeir tóku. Nú liggur alveg ljóst fyrir að sú ákvörðun, að lýsa yfir stuðningi við innrásina var tekin af tveimur mönnum. Þeir sóttu ekki umboð til ríkisstjórnarinnar, þeir sóttu ekki umboð til þingflokkanna, ekki til Alþingis, ekki til utanríkismálanefndar og enn síður til þjóðarinnar. Og enn þá hafa þeir ekkert umboð fengið. Það liggur ljóst fyrir eftir þessa umræðu að þetta var ekki upplýst fyrir þeirra atbeina, heldur annarra." "Mér finnst alveg ólíðandi að tveir menn skuli ganga fram með þessum hætti og skuldbinda þjóðina siðferðilega í hernaðarátök. Ég get ekki séð hvaða leiðir þeir hafa til þess miðað við þau lög og reglur sem menn eiga að starfa eftir. Það er alveg ljóst að slíka ákvörðun á ekki að taka nema í samráði við utanríkismálanefnd. Öllum hlýtur að vera ljóst að þetta er meiriháttar ákvörðun. Það getur ekki talist minniháttar ákvörðun að ljá máls á siðferðilegum stuðningi við innrás sem ekki nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins." "Yfirlýsingin staðfestir hins vegar að Halldór sjálfur er tvísaga, ef ekki margsaga, í málinu. Hún staðfestir enn fremur að honum ber engan veginn saman við þingmenn í eigin flokki og ekki einu sinni alveg við varaformann sinn og ráðherra í ríkisstjórn, Guðna Ágústsson." "Yfirlýsingin gerir því ekkert annað en að auka á vandræðaganginn hjá þeim og þannig mun það verða þangað til þeir átta sig á því að þeir verða einfaldlega að leggja spilin á borðið og hjálpa til við að upplýsa þetta mál að fullu." "Gera ætti opinber öll samtöl, símtöl, fundargerðir og annað sem máli skiptir varðandi aðdraganda þessa máls og tel ég að aflétta eigi trúnaði á fundargerðum ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar þar sem Íraksmálið var rætt. Þá hafa menn staðreyndirnar fyrir sér og þá geta menn horfst í augu við þau mistök sem þarna urðu og ákveðið í framhaldinu hvað ber að gera. "Það hefur smátt og smátt skýrst að þarna varð mönnum stórlega á hvað varðar lýðræðisleg, þingræðisleg og jafnvel lögboðin vinnubrögð. Það verður auðvitað að gera þau mál upp, það er ekki hægt að ætla að yppa öxlum yfir því og segja að menn eigi að hætta að ræða fortíðina og horfast í augu við framtíðina. Svona hlutir fyrnast nú ekki svo glatt." Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Í ljósi endurtekinnar fjölmiðlaumræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 - 2003 en þann 12. mars 2003 felldi meirihluti nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs til þingsályktunar um að "ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak". Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a: "Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum. ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun." Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkisráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við aðgerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sama hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars 2003 réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalagsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar: Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna: Höfðu ekki umboðHalldór tvísaga "Forsætisráðherra þarf náttúrlega ekki að gefa út neina yfirlýsingu til að segja okkur að Íraksmálið hafi mikið verið rætt og víða, það vita allir. Það er ekki það sem málið snýst um, heldur það hvort þeir hafi sótt umboð til þess að taka þá ákvörðun sem þeir tóku. Nú liggur alveg ljóst fyrir að sú ákvörðun, að lýsa yfir stuðningi við innrásina var tekin af tveimur mönnum. Þeir sóttu ekki umboð til ríkisstjórnarinnar, þeir sóttu ekki umboð til þingflokkanna, ekki til Alþingis, ekki til utanríkismálanefndar og enn síður til þjóðarinnar. Og enn þá hafa þeir ekkert umboð fengið. Það liggur ljóst fyrir eftir þessa umræðu að þetta var ekki upplýst fyrir þeirra atbeina, heldur annarra." "Mér finnst alveg ólíðandi að tveir menn skuli ganga fram með þessum hætti og skuldbinda þjóðina siðferðilega í hernaðarátök. Ég get ekki séð hvaða leiðir þeir hafa til þess miðað við þau lög og reglur sem menn eiga að starfa eftir. Það er alveg ljóst að slíka ákvörðun á ekki að taka nema í samráði við utanríkismálanefnd. Öllum hlýtur að vera ljóst að þetta er meiriháttar ákvörðun. Það getur ekki talist minniháttar ákvörðun að ljá máls á siðferðilegum stuðningi við innrás sem ekki nýtur viðurkenningar alþjóðasamfélagsins." "Yfirlýsingin staðfestir hins vegar að Halldór sjálfur er tvísaga, ef ekki margsaga, í málinu. Hún staðfestir enn fremur að honum ber engan veginn saman við þingmenn í eigin flokki og ekki einu sinni alveg við varaformann sinn og ráðherra í ríkisstjórn, Guðna Ágústsson." "Yfirlýsingin gerir því ekkert annað en að auka á vandræðaganginn hjá þeim og þannig mun það verða þangað til þeir átta sig á því að þeir verða einfaldlega að leggja spilin á borðið og hjálpa til við að upplýsa þetta mál að fullu." "Gera ætti opinber öll samtöl, símtöl, fundargerðir og annað sem máli skiptir varðandi aðdraganda þessa máls og tel ég að aflétta eigi trúnaði á fundargerðum ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar þar sem Íraksmálið var rætt. Þá hafa menn staðreyndirnar fyrir sér og þá geta menn horfst í augu við þau mistök sem þarna urðu og ákveðið í framhaldinu hvað ber að gera. "Það hefur smátt og smátt skýrst að þarna varð mönnum stórlega á hvað varðar lýðræðisleg, þingræðisleg og jafnvel lögboðin vinnubrögð. Það verður auðvitað að gera þau mál upp, það er ekki hægt að ætla að yppa öxlum yfir því og segja að menn eigi að hætta að ræða fortíðina og horfast í augu við framtíðina. Svona hlutir fyrnast nú ekki svo glatt."
Fréttir Innlent Írak Stj.mál Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira