Klár eftir tvo mánuði 20. janúar 2005 00:01 Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Línumaðurinn sterki Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra aðgerð vegna brjóskloss á sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að hann verður ekki með Magdeburg næstu sex til átta vikurnar. Sigfús sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði fengið í bakið strax á fyrstu hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálfara Magdeburg og því hefði lítið annað verið hægt að gera en að fara í aðgerð á nýjan leik en Sigfús var skorinn upp fyrr í vetur. Hann sagðist vera bjartsýnn á fljótan bata og stefnir að því að vera byrjaður að æfa eftir þrjár vikur. "Ég ætla mér að vera klár í leik eftir átta vikur," sagði Sigfús sem verður á sjúkrahúsi í Berlín næstu vikurnar. "Það þýðir ekkert að leggja árar í bát. Ég ligg hérna upp í rúmi með súkkulaði og að er spila "Football Manager" í tölvunni. Ég keypti nýja leikinn heima um jólin og það er allt annað líf. Ég er að stýra Juventus núna og hef unnið 23 leiki í röð, flesta 1-0," sagði Sigfús og hló dátt. Alfreð Gíslason, þjálfari Magdeburgar, sagðist ekki reikna með Sigfúsi fyrr en í maí. "Ég er núna á fullu að leita að manni til að leysa Sigfús fram á vorið en það gengur lítið. Við höfum saknað hans í varnarleiknum en það verður ekki auðvelt fyrir hann að koma til baka eftir tvær aðgerðir á baki," sagði Alfreð sem getur þó glaðst yfir því að hafa náð að tryggja sér einn besta línumann heims, Frakkann Gueric Kervadec, næstu þrjú árin. Kervadec hefur áður leikið undir stjórn Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð sagði að Kervadec væri einfaldlega besti varnarmaður sem völ væri í heiminum í dag. Með komu Kervadec mun Sigfús Sigurðsson fá meiri samkeppni en aðspurður sagðist sigfús fagna henni. "Hann er frábær leikmaður, bæði í vörn og sókn, og ég er viss um að við eigum eftir að skipta þessu bróðurlega á milli okkar," sagði Sigfús.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira