Líkami fyrir styttra líf? 24. janúar 2005 00:01 Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Jæja, þá er það komið á hreint. Líkamsrækt er hættuleg. Það er hollara að liggja í leti og þjálfa hláturtaugarnar, fara svo bara í smágöngutúra. Þetta er heimsopinberun og fyrir okkur, lífsins letihauga, hreinræktuð syndaaflausn. Það eru tveir þýskir læknar, dr. Peter Axt og dr. Michaela Axt-Gadermann, sem hafa skrifað heila bók þeirri fullyrðingu til stuðnings að það sé hættulegt að hella sér út í líkamsrækt. Þau halda því fram að við fæðumst með takmarkað magn af lífsorku og ættum að forðast að sóa henni á altari "fitness-þráhyggjunnar". Ótrúlegt hvað maður getur verið sammála þessu fólki sem maður þekkir ekki neitt. Ekki þar fyrir, maður hefur haldið þessu fram lengi dags, en skort vísindalegar sannanir máli sínu til stuðnings og það er alveg sama hvað þú segir og gerir á Vesturlöndum, hafir þú ekki vísindalegar sannanir fyrir máli þínu, er það dautt og ómerkt. Bók þeirra Axt og Axt-Gaderman heitir "The Joy of Laziness: How to Slow Down and Live Longer," eða Gleði letinnar: Að hægja á sér og lifa lengur. Það er ekki svo að þau feðginin og samstarfsfélagarnir Axt og Axt-Gaderman haldi því fram að öll hreyfing sé af hinu vonda. Þau mæla jafnvel með stuttum gönguferðum - en þau staðhæfa að afslappað líferni sé heilsufari okkar mjög mikilvægt. "Sé líf þitt fullt af streitu og þú þjálfir af alefli, framleiðir líkami þinn hormóna sem valda háum blóðþrýstingi og eyðileggja hjarta þitt og æðar," segja þau - og það er ekki laust við að lýsingin minni á áróður gegn reykingum. Það skyldi þó ekki vera jafnóhollt að stunda ákafa líkamsrækt og að reykja of mikið? Þau feðginin mæla með hlátri í stað líkamsræktar. Miklum hlátri. Þau segja mun heilnæmara að hlæja en að hlaupa. Hláturinn örvar efnaskipti líkamans á sama hátt og langhlaup en er laus við allar hliðarverkanirnar. Það er rosalega gaman að einhver skuli loksins rísa upp og höggva undan líkamsræktarfasismanum sem öllu hefur kollriðið síðustu tvo áratugina, hamrandi á því að fólk eigi að borga tugi þúsunda, jafnvel á annað hundrað þúsund krónur í líkamsrækt á ári til þess að lifa heilbrigðara lífi og lengra. Gjaldið er svipað og reykingamenn, sem deyja úr sama hjartasjúkdómi og líkamsræktarfríkin, eyða í sígarettur á ári. Ha-ha-ha..... Hver skyldi hafa trúað þessu? Að ekki sé talað um þá sem hlaupa og hlaupa og hlaupa um landið þvert og endilagt til þess að halda sér í fullkomnu formi. Ég verð að játa, að ég hef lagt stórar lykkjur á leið mína, til þess að forðast að hitta slíkt fólk. Það horfir alltaf á mann með hlaupatrúarofsa í augum, geislandi af endorfíni og lætur mann skilja, svo ekki verður um villst, að maður er bara ömurlegur - og feitur. En það er reyndar ekki eina ástæðan fyrir því að ég forðast að hitta hlaupafrík. Aðalástæðan er sú að þetta lið er svo skorpið. Það hefur svo djúslausan líkama og vogskorið andlit að maður vill ekki hætta á að það birtist í draumum manns. Draumana vill maður hafa eins og lífið, safaríka og mjúka, fullt af gleði og hlátri. Nýtt lífsmottó fyrir mannkynið: Rækta skopskynið og velja sér skemmtilega vini. Súsanna Svarasdóttir - sussa@frettabladid.is
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun