Tríóið sem tékkaði sig inn 24. janúar 2005 00:01 Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri. Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Það voru margir samverkandi þættir sem gerðu það að verkum að íslenska liðið náði ævintýralegu jafntefli gegn Tékkum á sunnudag. Þrír leikmenn lögðu þar ansi þung lóð á vogarskálarnar en allir voru þeir spurningamerki fyrir mótið og satt að segja var ekki búist við miklu af þeim enda allir óreyndir landsliðsmenn að spila á sínu fyrsta stórmóti. Þeir heita Markús Máni Michaelsson,Vignir Svavarsson og Arnór Atlason. Markús Máni varð vinstri skytta númer eitt í landsliðinu þegar Jaliesky Garcia Padron var hent úr hópnum. Garcia spilaði á köflum ágætlega með liðinu en skotnýting hans var oftar en ekki glæpsamlega léleg og skynsamur sóknarmaður er Garcia ekki heldur. Því var ákaflega gaman að fylgjast með innkomu Markúsar á sunnudag sem aðeins klúðraði einu skoti, skoraði flott mörk og mörg hver á mikilvægum augnablikum. Hann valdi skot sín vandlega, var yfirvegaður og skaut ekki bara til þess að skjóta. Sannarlega frábær innkoma og vonandi að Markús haldi uppteknum hætti. Innkoma Arnórs hafði líka mjög jákvæð áhrif á sóknarleikinn. Arnór lét boltann ganga hratt og vel og var þar að auki ákaflega áræðinn og óhræddur. Arnór er afbragðs gegnumbrotsmaður og ljóst að hann hefur tekið miklum framförum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Þar að auki var allur annar bragur á sóknarleiknum með Arnór á miðjunni og Viggó getur vart annað en látið strákinn byrja gegn Slóvenum því ekki var Dagur Sigurðsson að gera merkilega hluti. Síðastur en langt frá því að vera sístur er Vignir Svavarsson. Frammistaða hans í vörninni í síðari hálfleik var stórbrotin. Hann var límið sem hélt vörninni saman og þar að auki var Vignir manna duglegastur við að öskra og rífa menn áfram. Baráttugleði og kraftur Hafnfirðingsins sterka smitaði svo sannarlega út frá sér og það sem meira er að hann gerði aðra menn í kringum sig betri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Fleiri fréttir Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira