Kosningarnar breyta litlu 25. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Kosningarnar í Írak á sunnudag eru aðeins þær fyrstu af þremur sem eru fyrirhugaðar í landinu fyrir árslok. Ekki er talið að þær breyti miklu enda sitja þingmennirnir sem verða kosnir aðeins til bráðabirgða. Það er annað hvort í ökkla eða eyra í Írak. Eftir áratuga einræði þá brestur lýðræðið á með slíkum krafti að Írakar mega búast við því að þurfa að mæta á kjörstaði þrisvar sinnum í ár. Ástæðan er sú að þingið sem kosið verður á sunnudaginn er aðeins til bráðabirgða. Það mun gegna tveimur meginhlutverkum: Í fyrsta lagi að velja forsætisráðherra og skipa ráðherra í ríkisstjórn; í öðru lagi að skrifa stjórnarskrá og leggja hana fram til samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eru kosningar númer tvö. Verði stjórnarskráin samþykkt eru þriðju kosningarnar fyrirhugaðar um miðjan desember. Þá verður aftur kosið til þings og nú í umboði nýrrar stjórnarskrár og það þing myndi því teljast stjórnskipulega réttkjörið. Það er búið að leggja heilmikla vinnu í undirbúning þessara kosninga á sunnudaginn til að reyna að tryggja að sem flestir hópar fái fulltrúa á þingið. Alls eru 120 hópar og stjórnmálaflokkar sem bjóða fram lista í kosningunum. Frambjóðendurnir verða að vera orðnir þrítugir og þeir mega hvorki vera starfandi hermenn né hafa verið háttsettir í Baath-flokki Saddams Husseins. Þá verður þriðji hver frambjóðandi á listum stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram að vera kona. Um sextíu prósent Íraka eru sjíta-múslimar. Stjórnmálaflokkar þeirra eru líklegir til að sigra í þessum kosningum en þeir hafa sameinast í kosningabandalagi sem kallast Sameinað bandalag Íraka. Kúrdar í norðurhluta landsins hafa einnig sameinast um einn framboðslista og þá fer núverandi forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, Allawi, fyrir sérstökum framboðslista. Vandamálið tengist helst súnnítum sem eru um tuttugu prósent Íraka. Ekki er búist við því að þeir mæti á kjörstaði á sunnudaginn. Í fyrsta lagi þar sem þeir búa á helstu óróasvæðunum í Írak og í öðru lagi vegna þess að helstu leiðtogar þeirra hafa hvatt fólk til að hunsa kosningarnar. Það búast allir við hrinu árása í tengslum við kosningarnar og stóra spurningin er því sú hvort einhver mæti til að kjósa. Írak skiptist í átján stór héruð og jafnvel írakska bráðabirgðastjórnin og talsmenn Bandaríkjastjórnar viðurkenna að líklegt sé að fáir komi á kjörstaði í þeim héruðum þar sem ástandið er hvað verst. Vandinn er sá að þetta eru einmitt héruðin í kringum stærstu borgir landsins: Bagdad, Mósúl, Fallujah og Tíkrit og á þessum óróasvæðum býr um fjórðungur Íraka. Verði kosningaþátttaka dræm, eins og reyndar margt bendir til, þá er líklegt að lögmæti kosninganna verði stórlega dregið í efa. Kosningarnar á sunnudaginn eru því engin lausn í sjálfu sér og í besta falli aðeins lítið hænuskref á langri leið Íraks í átt að langþráðu frelsi og lýðræði.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira