Lögreglumenn fá ekki skaðabætur 28. janúar 2005 00:01 MYND/Páll Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Annar lögregluþjónanna slasaðist í fótboltaleik í hinni árlegu vaktakeppni Sýslumannsembættisins á Akureyri árið 1999. Hann lenti í samstuði við annan leikmann og við það slitnaði krossband í hné. Hann hlaut 10 prósenta örorku vegna slyssins. Hinn lögregluþjónninn slasaðist árið 2000 á norrænu handboltamóti lögreglumanna í Sandefjord í Noregi. Í ljós kom slit á krossbandi og var maðurinn úrskurðaður 12 prósent öryrki vegna slyssins. Tryggingastofnun ríkisins hafnaði bótakröfu beggja manna, annar vegar þar sem slysið hefði orðið utan vinnutíma og hins vegar vegna þess að Íþróttafélag lögreglumanna væri ekki hefðbundið íþróttafélag. Þeir höfðuðu mál á sínum tíma gegn Tryggingastofnun en töpuðu því. Þeir fengu síðar bætur úr slysatryggingu launþega og frá tryggingafélagi, annar 800 þúsund krónur og hinn milljón, en telja ríkið skaðabótaskylt þar sem þeir eigi samningsbundinn rétt til bóta vegna slysanna. Mennirnir vísa til kjarasamnings fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna þar sem skýrt komi fram að lögreglumenn skuli teljast að störfum þegar þeir stundi lögregluæfingar, íþróttir og kappleiki á vegum félaga lögreglumanna. Hæstiréttur fellst ekki á þau rök mannanna að ríkið þurfi að greiða þeim bætur samkvæmt almannatryggingalögum, eftir að Tryggingastofnun hafnaði kröfunni. Þá er ennfremur bent á að mennirnir hafi fengið bætur úr slysatryggingu launþega og er ríkið því sýknað af kröfu beggja manna. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Hæstiréttur hefur sýknað ríkið af skaðabótakröfu tveggja lögregluþjóna sem slösuðust í íþróttakappleikjum lögreglumanna. Samkvæmt kjarasamningi lögreglumanna töldust þó báðir vera að störfum þegar þeir slösuðust. Annar lögregluþjónanna slasaðist í fótboltaleik í hinni árlegu vaktakeppni Sýslumannsembættisins á Akureyri árið 1999. Hann lenti í samstuði við annan leikmann og við það slitnaði krossband í hné. Hann hlaut 10 prósenta örorku vegna slyssins. Hinn lögregluþjónninn slasaðist árið 2000 á norrænu handboltamóti lögreglumanna í Sandefjord í Noregi. Í ljós kom slit á krossbandi og var maðurinn úrskurðaður 12 prósent öryrki vegna slyssins. Tryggingastofnun ríkisins hafnaði bótakröfu beggja manna, annar vegar þar sem slysið hefði orðið utan vinnutíma og hins vegar vegna þess að Íþróttafélag lögreglumanna væri ekki hefðbundið íþróttafélag. Þeir höfðuðu mál á sínum tíma gegn Tryggingastofnun en töpuðu því. Þeir fengu síðar bætur úr slysatryggingu launþega og frá tryggingafélagi, annar 800 þúsund krónur og hinn milljón, en telja ríkið skaðabótaskylt þar sem þeir eigi samningsbundinn rétt til bóta vegna slysanna. Mennirnir vísa til kjarasamnings fjármálaráðherra og Landssambands lögreglumanna þar sem skýrt komi fram að lögreglumenn skuli teljast að störfum þegar þeir stundi lögregluæfingar, íþróttir og kappleiki á vegum félaga lögreglumanna. Hæstiréttur fellst ekki á þau rök mannanna að ríkið þurfi að greiða þeim bætur samkvæmt almannatryggingalögum, eftir að Tryggingastofnun hafnaði kröfunni. Þá er ennfremur bent á að mennirnir hafi fengið bætur úr slysatryggingu launþega og er ríkið því sýknað af kröfu beggja manna.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira