Tíu rúður á mánuði 1. febrúar 2005 00:01 "Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira
"Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Sjá meira