Tíu rúður á mánuði 1. febrúar 2005 00:01 "Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
"Þetta er ekki mikið vandamál hér. Við erum sjálfsagt með lægstu tíðni í heiminum hvað varðar skemmdarverk á skýlum," segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux Ísland, sem á og rekur strætóskýlin á höfuðborgarsvæðinu auk auglýsingaglugga sem víða má sjá. Alls eru um 1.600 rúður á höfuðborgarsvæðinu á vegum fyrirtækisins. Einar segir að skemmdarverkin hér komi í bylgjum og tengist þá vanalega hópamyndunum unglinga. "Þetta er helst í kringum áramót og svo þegar skólunum lýkur á vorin. En sem betur fer eru íslensku krakkarnir rólegir í þessu." Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þeirra sem brotið hafa rúðu í strætóskýli og tjónið fæst ekki bætt þar sem tryggingafélögin sjá sér ekki hag í að tryggja skýlin og rúðurnar. Einfalt reikningsdæmi sýnir að AFA JCDecaux Ísland þarf árlega að kaupa rúður fyrir 1.400 þúsund krónur. Einar ítrekar að skemmdarverkin hér séu mun fátíðari en annars staðar og bendir á að í Árósum í Danmörku ríki nánast óöld um helgar. "Þar eru brotnar um 50 til 60 rúður um hverja helgi og ástandið mjög alvarlegt. Þar vakta einkaspæjarar skýlin til að reyna að sporna við þessu." JCDecaux er franskt stórfyrirtæki og starfar í 3.500 borgum um alla Evrópu. Fyrirtækið er hið stærsta í álfunni á sviði útiauglýsinga og það næststærsta í heiminum á því sviði. AFA er danskur armur fyrirtækisins og er umsvifamikið í Danmörku. Íslenska fyrirtækið er að fullu í eigu þess danska, sem aftur er í helmingseign Frakkanna. En Íslendingar verða ekki einasta varir við strætóskýli og auglýsingaglugga AFA JCDecaux Ísland því fyrirtækið rekur ennig þrjú almenningsklósett í miðborg Reykjavíkur. Eru þau öll hin nútímalegustu að gerð og kostar tíkall inn. Einar segir líka ótrúlega lítið skemmt þar og að rekstur klósettanna gangi mjög vel. Er í bígerð að fjölga græjunum um önnur þrjú en ekki er ákveðið hvar hin nýju munu standa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira