Rannsóknarhagsmunir í hættu 1. febrúar 2005 00:01 Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira