Rannsóknarhagsmunir í hættu 1. febrúar 2005 00:01 Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Ríkislögreglustjóraembættið óttast að rannsókn Samkeppnisstofnunar á samráði olíufélaganna geti haft áhrif á niðurstöðu málsins og möguleika lögreglu til að rannsaka þátt einstakra manna. Rannsóknarhagsmunir séu í hættu rannsaki tvær stofnanir málið samtímis. Íslensku olíufélögin gagnrýndu á sínum tíma að rannsókn á samráðinu færi fram hjá tveimur opinberum stofnunum, Samkeppnisstofnun og Ríkislögreglustjóra. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur að lögreglurannsókn á olíufélögunum hafi ekki sjálfkrafa átt að leiða til þess að Samkeppnisstofnun hætti að rannsaka málið. Ekki sé óeðlilegt að tvær stofnanir rannsaki mál samtímis. Nefnd á vegum forsætisráðherra hóf í haust að rannsaka hvernig þessum málum verði best fyrir komið í framtíðinni en bæði Ríkislögreglustjóri og Samkeppnisstofnun virðast sammála um að lögin séu ófullnægjandi. Helgi Magnús Gunnarsson sem stjórnar rannsókn á olíufélögunum fyrir hönd Ríkislögreglustjóra segir að einhver brot kunni að vera fyrnd vegna þess hve málið kom seint til lögreglu. Það varði þá starfsmenn sem hafi hætt störfum snemma á samráðstímanum. Það eigi enn eftir að reyna á hvaða áhrif það hafi á meðferð refsimálsins, verði ákæra gefin út á hendur forsvarsmönnum olíufélaganna, að málið hafi verið rannsakað af tveimur stofnunum. Forsvarsmenn olíufélaganna muni sjálfsagt bera því aftur við að þeir hafi unnið með Samkeppnisstofnun í trausti þess að málið færi ekki til lögreglu. Kröfur um málsmeðferð séu meiri fyrir dómi og sönnunarbyrði í sakamáli og réttarstaða sakborninga sömuleiðis. Það geti haft áhrif á niðurstöðu málsins. Það bíði nefndar forsætisráðherra að ákveða hvernig verði skilið á milli þessara mála í framtíðinni. Það sé þó eindreginn vilji Ríkislögreglustjóra að alvarlegustu samráðsmálin verði bara á könnu lögreglu.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira