Vopnin kvödd í Írak

Lögreglustjórinn í borginni Mosúl í Írak hefur gefið borgarbúum tveggja vikna frest til þess að skila inn vopnum sínum. Eftir það mun lögreglan hefja aðgerðir til þess að gera vopn upptæk. Al-Kaída samtökin hafa brugðist við með því að hóta að myrða borgarstjórann í Mosúl.