Bara fyrir hreinar meyjar? 11. febrúar 2005 00:01 Brúðkaup Karls prins og Camillu Parker Bowles minnir mig á franska kvikmynd sem hét Trop belle pour toi - Of falleg fyrir þig. Þar lék Gérard Depardieu karl sem var giftur alltof fallegri og fullkominni konu, fór að leita hamingjunnar og fann ljóta skúringakonu. Á sama hátt þurfti Karl vera í hjónabandi með fagurri konu sem heimsbyggðin dáði; allan tímann þráði hann Camillu sem er eins og hross í útliti og hefur áhuga á hrossum. Kannski maður horfi á brúðkaupið - ef því verður sjónvarpað. Maður gerir ráð fyrir því að það verði ekki jafnmikið fals og brúðkaup aldarinnar eins og það var kallað þegar Karl og Díana giftust. Hámark hræsninnar er þó að Camilla fái ekki að vera drottning - eru það bara fyrir hreinar meyjar sem eiga að vera til undaneldis fyrir konungdæmið? --- --- --- Páfinn er keyrður af sjúkrahúsi heim í Vatíkanið. Gamli maðurinn hefur verið dubbaður upp svo hann geti setið uppréttur í bíl sínum, honum er ekið í fullum skrúða yfir Péturstorgið. Atriðið minnir á kvikmyndina Roma eftir Fellini - myndin var full af skorpnuðum og elliærum kardínálum og biskupum sem var rúllað hring eftir hring eins og í vaxmyndasal. Fellini skildi öðrum betur fáránleika kirkjunnar. Líklega mun Jóhannes Páll andast innan tíðar. Menn eru þegar farnir að hefjast handa við að gera upp arfleifð hans. Sem pólitíkus hafði hann mikil áhrif. Hann átti stóran þátt í að leysa þjóðir Austur-Evrópu undan oki kommúnismans. Eftir uppeldið í Póllandi hafði hann óbeit á kommúnistum. Á sama tíma skildi hann ekki kirkjunnar menn sem börðust við hlið fátæklinga í Suður-Ameríku - hann bældi miskunnarlaust niður hreyfingar þeirra. Það er honum ekki til sóma. Jóhannesar Páls verður minnst sem afturhaldsmanns í siðferðisefnum - á móti hjónaskilnuðum, pillunni, smokkum, samkynhneigðum, kynlifi utan hjónabands, fóstureyðingum. En hvað á páfi svosem að gera á tímum eins og þessum, á hann bara að leyfa öllu að dankast til að falla lauslátum vesturlandabúum í geð? Maður skilur allavega tregðuna við að hlaupa á eftir tískubólum. --- --- --- Á morgun verður haldið pressuball. Ágætur vinur minn Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, verður ræðumaður. Ég er viss um að hann gerir þetta vel. Þó finnst manni þetta pressuballastand ekki vera svipur hjá sjón frá því sem var hér í kringum 1970 - þá var þetta einn af hápunktunum í samkvæmislífi bæjarins. Á þeim tíma tíðkaðist að bjóða sem heiðursgestum á böllin erlendum stjórnmálamönnum, oft úr villtari kantinum. Frægust var líklega írska stúlkan Bernadette Devlin, sem kornung varð þingmaður fyrir Norður-Írland á breska þinginu. Þegar ekki náðist í aðra var gjarnan boðið dönskum stjórnmálamönnum. Það voru hæg heimatökin, gömlu tengslin voru enn til staðar. Ég man eftir að hafa lesið í Vikunni sem fylgdist grannt með böllunum um Per Hækkerup, feitan karl sem hingað kom, og síðar líka Jens Otto Kragh sem þá var forsætisráðherra Danmerkur. Hann kom hingað ásamt konu sinni, revíuleikkonunni Helle Virkner Kragh - eða það minnir mig. Allir þekktu þetta fólk úr dönsku blöðunum. Þegar Kragh kom hingað var Pressuballið haldið í Lídó, þar sem nú eru skrifstofur Fréttablaðsins. Allir mættu í smóking. Það dróst hins vegar að bera fram matinn og klukkan hálf tólf voru gestirnir dauðir ofan í súpudiskana. --- --- --- Samkvæmt þessari gömlu hefð að bjóða hingað dönskum stjórnmálamönnum mætti kannski kanna hvort ekki er hægt að fá hingað Piu Kjærsgaard, formann Danska þjóðarflokksins. Hún væri ábyggilega til í að koma. Rygti Piu nær langt út fyrir ættlandið - koma hennar myndi sannarlega vekja athygli. Það mætti jafnvel athuga með að efna til mótmæla.... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun
Brúðkaup Karls prins og Camillu Parker Bowles minnir mig á franska kvikmynd sem hét Trop belle pour toi - Of falleg fyrir þig. Þar lék Gérard Depardieu karl sem var giftur alltof fallegri og fullkominni konu, fór að leita hamingjunnar og fann ljóta skúringakonu. Á sama hátt þurfti Karl vera í hjónabandi með fagurri konu sem heimsbyggðin dáði; allan tímann þráði hann Camillu sem er eins og hross í útliti og hefur áhuga á hrossum. Kannski maður horfi á brúðkaupið - ef því verður sjónvarpað. Maður gerir ráð fyrir því að það verði ekki jafnmikið fals og brúðkaup aldarinnar eins og það var kallað þegar Karl og Díana giftust. Hámark hræsninnar er þó að Camilla fái ekki að vera drottning - eru það bara fyrir hreinar meyjar sem eiga að vera til undaneldis fyrir konungdæmið? --- --- --- Páfinn er keyrður af sjúkrahúsi heim í Vatíkanið. Gamli maðurinn hefur verið dubbaður upp svo hann geti setið uppréttur í bíl sínum, honum er ekið í fullum skrúða yfir Péturstorgið. Atriðið minnir á kvikmyndina Roma eftir Fellini - myndin var full af skorpnuðum og elliærum kardínálum og biskupum sem var rúllað hring eftir hring eins og í vaxmyndasal. Fellini skildi öðrum betur fáránleika kirkjunnar. Líklega mun Jóhannes Páll andast innan tíðar. Menn eru þegar farnir að hefjast handa við að gera upp arfleifð hans. Sem pólitíkus hafði hann mikil áhrif. Hann átti stóran þátt í að leysa þjóðir Austur-Evrópu undan oki kommúnismans. Eftir uppeldið í Póllandi hafði hann óbeit á kommúnistum. Á sama tíma skildi hann ekki kirkjunnar menn sem börðust við hlið fátæklinga í Suður-Ameríku - hann bældi miskunnarlaust niður hreyfingar þeirra. Það er honum ekki til sóma. Jóhannesar Páls verður minnst sem afturhaldsmanns í siðferðisefnum - á móti hjónaskilnuðum, pillunni, smokkum, samkynhneigðum, kynlifi utan hjónabands, fóstureyðingum. En hvað á páfi svosem að gera á tímum eins og þessum, á hann bara að leyfa öllu að dankast til að falla lauslátum vesturlandabúum í geð? Maður skilur allavega tregðuna við að hlaupa á eftir tískubólum. --- --- --- Á morgun verður haldið pressuball. Ágætur vinur minn Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, verður ræðumaður. Ég er viss um að hann gerir þetta vel. Þó finnst manni þetta pressuballastand ekki vera svipur hjá sjón frá því sem var hér í kringum 1970 - þá var þetta einn af hápunktunum í samkvæmislífi bæjarins. Á þeim tíma tíðkaðist að bjóða sem heiðursgestum á böllin erlendum stjórnmálamönnum, oft úr villtari kantinum. Frægust var líklega írska stúlkan Bernadette Devlin, sem kornung varð þingmaður fyrir Norður-Írland á breska þinginu. Þegar ekki náðist í aðra var gjarnan boðið dönskum stjórnmálamönnum. Það voru hæg heimatökin, gömlu tengslin voru enn til staðar. Ég man eftir að hafa lesið í Vikunni sem fylgdist grannt með böllunum um Per Hækkerup, feitan karl sem hingað kom, og síðar líka Jens Otto Kragh sem þá var forsætisráðherra Danmerkur. Hann kom hingað ásamt konu sinni, revíuleikkonunni Helle Virkner Kragh - eða það minnir mig. Allir þekktu þetta fólk úr dönsku blöðunum. Þegar Kragh kom hingað var Pressuballið haldið í Lídó, þar sem nú eru skrifstofur Fréttablaðsins. Allir mættu í smóking. Það dróst hins vegar að bera fram matinn og klukkan hálf tólf voru gestirnir dauðir ofan í súpudiskana. --- --- --- Samkvæmt þessari gömlu hefð að bjóða hingað dönskum stjórnmálamönnum mætti kannski kanna hvort ekki er hægt að fá hingað Piu Kjærsgaard, formann Danska þjóðarflokksins. Hún væri ábyggilega til í að koma. Rygti Piu nær langt út fyrir ættlandið - koma hennar myndi sannarlega vekja athygli. Það mætti jafnvel athuga með að efna til mótmæla....
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun