Inter enn taplaust

Á Ítalíu voru tveir leikir á dagskrá í gær. Lazio vann Atalanta með tveimur mörkum gegn einu og Inter sigraði Roma, 2-0. Juventus, sem leikur gegn Udinese í dag, er á toppnum með 50 stig, AC Milan í öðru sæti með 48 og Inter, sem ekki hefur tapað leik, er í þriðja sæti með 42 stig. Leikur Juventus og Udinese verður sýndur beint á Sýn klukkan tvö.