

Hillary eða Condi?
Það þarf því ekki að koma á óvart að þótt ekki séu liðnir nema rúmlega þrír mánuðir síðan George W. Bush vann sigur í kosningum þá eru margir þegar farnir að velta fyrir sér hverjir taki við kyndlinum eftir fjögur ár þegar kosið verður næst. Dick Cheney varaforseti hefur þegar gefið það út að hann muni ekki framar bjóða sig fram til pólitískra starfa og almennt er talið að hægt sé að ganga út frá þessu sem vísu. Afar ólíklegt er að Cheney ætti mikla möguleika sem forsetaframbjóðandi - til þess höfðar hann til alltof þröngs hóps.
Í Repúblikanaflokknum hafa því margir bundið vonir við að Condoleezza Rice utanríkisráðherra taki slaginn 2008. Hún nýtur mikils trausts ráðandi afla í Repúblikanaflokknum, er orðin landsfræg og myndi þar að auki bjóða upp á einstakt tækifæri fyrir repúblikana til þess að sækja fylgi í hópa sem hingað til hafa stutt demókrata. Ef Rice yrði kjörinn forseti myndi það marka tvenn söguleg tímamót þar sem hún yrði fyrsta konan og fyrsti þeldökki Bandaríkjamaðurinn til að gegna forsetaembættinu. Þetta væru vitaskuld tíðindi þar sem Demókrataflokkurinn hefur í nokkra áratugi nánast haft einkarétt á jafnréttismálum.
Hinn áhrifamikli kosningasérfræðingur, Dick Morris, skrifaði í síðustu viku grein þar sem hann færði rök fyrir því að Rice væri einmitt sterkasti mótleikur Repúblikana gegn hugsanlegu framboði Hillary Clinton. Ef Hillary verður útnefnd sem forsetaefni demókrata og Rice hjá repúblikönum er ljóst að mikilvægur múr verður rofinn í jafnréttisbaráttu kynjanna þar sem öruggt yrði að 44. forseti Bandaríkjanna yrði kona. Sá áfangi yrði ekki aðeins mikilvægur í Bandaríkjunum því áhrifanna myndi gæta um um öll Vesturlönd þar sem bandaríska forsetaembættið er hið valdamesta í heimi.
Væntingar í Bandaríkjunum benda ákveðið til þess að Hillary Clinton verði frambjóðandi Demókrataflokksins í kosningunum 2008. Á veðmálasíðunni Tradesports er hún langefst meðal líklegra frambjóðandi og eru líkurnar á því að demókratar velji hana talda 35 prósent. Næstur í röðinni er Evan Bayeh með um tíu prósent en þar á eftir kemur þeir John Edwards.
Það segir hins vegar sennilega meira að íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa nú í nokkur ár varið óheyrilegum tíma og fjármunum í nærri linnulausa rógsherferð á hendur Hillary Clinton. Í þeirra herbúðum er það greinilega talið fyirhafnarinnar virði sem bendir til þess að þeir óttist mjög að vinsældir hennar dugi henni til að tryggja sér sigur í forsestakosningum.
Sú hugmynd að Condoleezza Rice verði frambjóðandi Repúblikana þykir ekki eins líkleg í augnablikinu. Ræður þar vafalaust mestu að stór hluti af kjarnafylgi Repúblikanaflokksins er tæpast líklegur til þess að fella sig við þá hugmynd að kjósa þeldökka konu í embættið. Á Tradesports eru þó taldar um sex prósent líkur á að hún nái kjöri. Líklegastir eru taldir þeir John McCain og Rudy Guiliani fyrrum borgarstjóri New York.
Rice á hins vegar mörg færi í stöðunni. Hún virðist hafa alla burði til að eiga mjög farsælan feril sem utanríkisráðherra og - eins og áður sagði - þá getur Repúblikanaflokkurinn með þvi að velja hana slegið harkalega á þær raddir sem halda því fram að kynþátta- og kynjafordómar séu landlægir í flokknum.
Ef Hilary verður frambjóðandi demókrata aukast líkurnar á því að Rice verði í framboði. Harðasti kjarninn í Repúblikanaflokknum hefur lært að hata Hillary Clinton svo heitt að þeir myndu nánast kjösa hvern sem er til að stöðva hana og auk þess myndi framboð konu úr röðum Repúblikana kæmi til með að núlla út það forskot sem kvenkyns frambjóðandi í hinum flokknum kynni að njóta meðal kjósenda sem telja timabært að einhverjir aðrir en miðaldra hvítir karlar gegni æðsta embætti þjóðarinnar.
Þórlindur Kjartanssonthkjart@frettabladid.is
Skoðun

Lygin lekur niður á hökuna
Jón Daníelsson skrifar

Líflínan
Ingibjörg Isaksen skrifar

Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar
Kristín Þórarinsdóttir skrifar

Við erum hafið
Guillaume Bazard skrifar

Deja Vu
Sverrir Agnarsson skrifar

Mun mannkynið lifa af gervigreindina?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ríkisstofnun rassskellt
Björn Ólafsson skrifar

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur
Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar

Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar
Gísli Stefánsson skrifar

Hugrekki getur af sér hugrekki
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar

Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu
Birgir Dýrfjörð skrifar

Leiðréttingin leiðrétt
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar

Hvað skiptir okkur mestu máli?
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar

Mikilvægt skref til sáttar
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Staðið með þjóðinni
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Við vitum alveg upphafið
Guðný Níelsen skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Varalitur á skattagrísinum
Helgi Brynjarsson skrifar

Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf
Magnús Magnússon skrifar

Hingað og ekki lengra
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga
Hannes Örn Blandon skrifar

Þegar líða fer að jólum
Ísak Hilmarsson skrifar

Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum
Bergþóra Góa Kvaran skrifar

D-vítamín mín besta forvörn
Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar

Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar
Sveinn Ægir Birgisson skrifar

Meistaragráða í lífsreynslu
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar