Björguðu lífi vinar síns 14. febrúar 2005 00:01 Tveir ellefu ára drengir, Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, tíu ára gamals vinar síns, á laugardaginn. Drengirnir voru í Kringlunni síðdegis þegar Róbert fann fyrir verk í brjóstinu. "Ég var nýbúinn að kaupa ís handa mér og vini mínum þegar ég fann fyrir sársauka," segir Róbert. "Ég sagði við strákana að ég þyrfti að fara heim. Við fórum þá upp í strætóskýli en þegar strætó kom vildi bílstjórinn ekki hleypa okkur inn af því að við vorum með lítinn peking hund með okkur. Ég vildi ekki segja strax að ég finndi fyrir sársauka því ég vildi ekki að strákarnir myndu "panika." Drengirnir fóru þá aftur niður í Kringlu því móðir Alexanders vinnur þar. Hún var hins vegar farinn heim þegar þeir komu og því héldu þeir aftur af stað upp í strætóskýli. Drengirnir keyrðu Róbert í búðarkerru og héldu síðan á honum. Þegar hér var komið við sögu segir Róbert að það hafi verið orðið erfitt að anda. "Mér var orðið mjög illt. Ég lagðist í jörðina og byrjaði að tárast." Alexander og Arnar Þór segjast fyrst hafa haldið að Róbert hafi verið að grínast en síðan hafi þeir séð að hann var mjög veikur. "Mér brá alveg geðveikt," segir Alexander. "Þegar ég sá hann liggja hélt ég fyrst að þetta væri hjartað eða lungun." Strætó kom fljótlega og í þetta skiptið var þeim hleypt inn. Strætó stoppar beint fyrir framan heimili Róberts í Bústaðahverfinu og héldu drengirnir á honum þangað. Farið var með hann beint á sjúkrahús. Þar kom í ljós að Róbert hafði fengið gat á lungað. Að sögn læknis geta verstu tilfellin leitt til þess að lunga falli saman og það er lífshættulegt. "Ég er kominn heim núna og mér líður alveg ágætlega," segir Róbert. "Strákarnir voru mjög duglegir. Þeir hjálpuðu mér mikið." Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. "Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Tveir ellefu ára drengir, Alexander Theódórsson og Arnar Þór Stefánsson, unnu þrekvirki þegar þeir björguðu lífi Róberts Heiðars Halldórssonar, tíu ára gamals vinar síns, á laugardaginn. Drengirnir voru í Kringlunni síðdegis þegar Róbert fann fyrir verk í brjóstinu. "Ég var nýbúinn að kaupa ís handa mér og vini mínum þegar ég fann fyrir sársauka," segir Róbert. "Ég sagði við strákana að ég þyrfti að fara heim. Við fórum þá upp í strætóskýli en þegar strætó kom vildi bílstjórinn ekki hleypa okkur inn af því að við vorum með lítinn peking hund með okkur. Ég vildi ekki segja strax að ég finndi fyrir sársauka því ég vildi ekki að strákarnir myndu "panika." Drengirnir fóru þá aftur niður í Kringlu því móðir Alexanders vinnur þar. Hún var hins vegar farinn heim þegar þeir komu og því héldu þeir aftur af stað upp í strætóskýli. Drengirnir keyrðu Róbert í búðarkerru og héldu síðan á honum. Þegar hér var komið við sögu segir Róbert að það hafi verið orðið erfitt að anda. "Mér var orðið mjög illt. Ég lagðist í jörðina og byrjaði að tárast." Alexander og Arnar Þór segjast fyrst hafa haldið að Róbert hafi verið að grínast en síðan hafi þeir séð að hann var mjög veikur. "Mér brá alveg geðveikt," segir Alexander. "Þegar ég sá hann liggja hélt ég fyrst að þetta væri hjartað eða lungun." Strætó kom fljótlega og í þetta skiptið var þeim hleypt inn. Strætó stoppar beint fyrir framan heimili Róberts í Bústaðahverfinu og héldu drengirnir á honum þangað. Farið var með hann beint á sjúkrahús. Þar kom í ljós að Róbert hafði fengið gat á lungað. Að sögn læknis geta verstu tilfellin leitt til þess að lunga falli saman og það er lífshættulegt. "Ég er kominn heim núna og mér líður alveg ágætlega," segir Róbert. "Strákarnir voru mjög duglegir. Þeir hjálpuðu mér mikið." Sigríður E. Gunnarsdóttir, móðir Róberts, segir engan vafa leika á því í hennar huga að Alexander og Arnar Þór hafi bjargað lífi Róberts. Líf hans hafi nánast verið að fjara út þegar hann kom heim. "Þeir eru ofurhetjur í mínum huga. Það var alveg frábært að sjá hvernig þeir brugðust við og komu vini sínum heim."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira