Hreint og klárt lögbrot 15. febrúar 2005 00:01 Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Aðbúnaður fanga í fangelsinu á Akureyri er hreint og klárt lögbrot, segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún vísaði í viðtali við Fréttablaðið í lög um fangelsi og fangavist, sem kvæðu skýrt á um rétt fanga til að stunda vinnu, fá heilbrigðisþjónustu og tiltekin aðbúnað, sem ekki væri til staðar í fangelsinu. Eins og fram kom í blaðinu í gær er ekki aðstaða til að bjóða föngum þar upp á neina vinnu. Aðstaða til heimsókna er engin. Útivistarsvæðið er lítið svæði umgirt fangelsisveggjum. Yfir það er strekkt vírnet. Margrét sagði, að aðstæður fanga í Akureyrarfangelsinu hefðu verið gagnrýndar í nokkur ár, en lítið hefði gerst. "Það sem er helst til bóta er, að nú höfum við fengið fangelsismálastjóra, sem lætur sig málin varða," sagði Margrét, sem hefur lengi barist fyrir því að málefni fanga yrðu færð til betri vegar. "Hann segir hlutina eins og þeir eru og berst fyrir úrbótum. En ég er alveg klár á því að ef engar útbætur verða í fangelsinu á Akureyri eða í öðrum fangelsum, þar sem sárlega skortir aukna geðheilbrigðisþjónustu og betri aðbúnað fanga, þannig að það standist kröfur þá höldum við ekki lengi í svo gott starfsfólk, sem við höfum nú. Það er mjög alvarlegur hlutur. " Margrét sagði að úrbótum í fangelsismálum hefði lítið miðað á undanförnum árum. Hún sagði enn fremur að afeitrunardeildin sem fyrirhuguð væri í nýju fangelsi á Hólsheiði væri nokkuð sem aðstandendur fanga hefðu barist fyrir um langa hríð. "Ef einstaklingurinn fengi meðferð um leið og hann hefur afplánun þá lágmarkar það hættuna á því að það sé sífellt verið að reyna að smygla lyfjum eða dópi inn í fangelsin, eins og fréttir berast af öðru hvoru. Sú forgangsröðun sem núverandi fangelsismálastjóri , Valtýr Sigurðsson, hefur sett upp gjörbreytir að mínu mati viðhorfi og baráttu fyrir úrbótum í fangelsismálum. Hann talar á nákvæmlega sama hátt og aðstandendur fanga, svo og þeir fáu sem láta sig málefni fanga varða."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira