Ríkissaksóknari ósáttur 16. febrúar 2005 00:01 Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Ríkissaksóknari segir það óásættanlegt að sýslumenn skuli leggja fram ákærur í málum, mörgum mánuðum eftir að rannsókn ljúki. Hann segir það grundvallaratriði að embættin fái nægilegt mannafl og fjármuni til að geta uppfyllt lagakröfur um meðferð opinberra mála. Héraðsdómur Reykjaness snupraði sýslumanninn í Hafnarfirði í síðustu viku í dómi gegn tveimur unglingum sem voru 17 ára þegar þeir frömdu afbrot. Piltarnir voru ákærðir 14 mánuðum eftir að rannsókn málsins lauk og fyrir vikið var refsingu þeirra frestað. Dómari málsins sagði að þessi dráttur væri óhæfilegur og óskýrður og bryti í bága við lög, stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ríkissaksóknari, Bogi Nilsson, hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lögreglustjórum landsins. Hann segir svoan mikinn drátt ekki stórt vandamál en hann viðurkennir þó að hann sé fyrir hendi og nauðsynlegt sé að vinna á honum.Bogi segir að dómstólar hafi fundið að þessu hjá sýslumönnum landsins áður og segir hann þetta ástand alls ekki ásættanlegt. Bogi segist ræða við sýslumenn þegar dómstólar komi með aðfinnslur af þessum toga en vill ekki útlista nánar hvað þeim fari á milli. Þá segist hann halda fundi með lögreglustjórum landsins að minnsta kosti árlega þar sem málsmeðferðarhraði sé ræddur. Hann segir það stundum koma fyrir að það mörg mál komi upp hjá embættunum að þau ráði ekki við verkefnin þá stundina. Bogi vill ekki taka afstöðu til þess hvort embættin skorti fé til þess að geta sinnt verkefnum sínum lögum samkvæmt en hann segir grundvallaratriði að embættin ráði yfir mannafla til að sinna verkefnum sínum. „Þá kemur náttúrlega að fjárveitingavaldinu, þ.e. að embættin hafi úr nógu að spila, því ekki gera þau neina samninga um mannaráðningar án þess að hafa til þess heimildir,“ segir Bogi.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira