Jafnt í Ásgarði 19. febrúar 2005 00:01 Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Stjarnan tók á móti pólska liðinu MKS Vitaral Jelfa í áskorendakeppni Evrópu í handknattleik kvenna í gær. Leikurinn var sá fyrri af tveimur en liðin mætast að nýju í dag. Leiknum lyktaði með jafntefli en jafnt var á flestum tölum undir það síðasta. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn betur og komust í 4-0. Kristín Guðmundsdóttir fór mikinn á þessum tíma, skoraði 4 af fyrstu 5 mörkum liðsins og pólska liðið komst ekki á blað fyrr en eftir 6 mínutna leik. Vörn Stjörnunnar var mjög föst fyrir á þessum kafla og liðið sett góða pressu á boltann og fann þjálfari gestanna sig knúinn til að taka leikhlé eftir að rúmar sjö mínútur voru liðnar af leiknum. Pólsku stelpurnar tóku við sér eftir það og þá sérstaklega Agata Wypych sem skoraði 8 mörk í fyrri hálfleik og lék vörn Stjörnunnar oft á tíðum grátt. Vitaral sigldi fram úr undir lok fyrir hálfleiks og staðan í leikhléi var 15-16, gestunum í vil. Gestirnir héldu uppteknum hætti í fyrri hálfleik, náðu fljótlega þriggja marka forskoti en Stjarnan var þó alltaf að narta í hælanna á pólsku stelpunum. Hekla Daðadóttir og Kristín Guðmundsdóttir fóru vel í gang í seinni hálfleik, hörkuskyttur þar á ferð. Þá var Jelena Jovanovic öflug í markinu og þegar 10 mínútur voru eftir var staðan jöfn, 27-27. Jafnt var á flestum tölum eftir það en Vitaral komst einu marki yfir þegar 37 sekúndur leiksloka. Þjálfari Stjörnunnar tók þá leikhlé og Kristín freistaði þess að jafna leikinn en skot hennar var varið. Anna Blöndal náði að stela boltanum og Elísabet Gunnarsdóttir fiskaði vítakast þegar 15 sekúndur voru eftir. Hekla Daðadóttir var öryggið uppmálað og jafnaði leikinn, 30-30. Pólska liðið komst lítt áleiðis á lokasekúndunum og jafntefli staðreynd. "Nú er bara hálfleikur af því að við mætum liðinu aftur á morgun [í dag]," sagði Erlendur Ísfeld, þjálfari Stjörnunnar. "Þetta var svona að hætti hússins má segja. Við tókum rispur en það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn aftur, hefðum frekar átt að keyra á þær í stað þess að slaka á. En ég er mjög ánægður með liðið og finnst það eiga mikið inni. Við förum óhrædd í seinni leikinn," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira