Verður Surtsey ferðamannastaður? Guðmundur Magnússon skrifar 20. febrúar 2005 00:01 Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar