Gíslum sleppt í Írak

Tveimur blaðamönnum frá Indónesíu, sem var rænt í Írak fyrir helgi, hefur verið sleppt. Þetta var staðfest í morgun. Myndbandsupptaka var sýnd á sjónvarpsstöð í Indónesíu þar sem sjá mátti fréttamennina og skæruliða sem sagði að þeim yrði sleppt. Ekkert liggur fyrir um af hverju fólkinu var sleppt.