Dæmdur í 10 mánaða fangelsi 21. febrúar 2005 00:01 Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Maður á fertugsaldri var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa ráðist á konu, slegið hana í höfuðið og misþyrmt henni á gamlársdag í hitteðfyrra. Konan sem maðurinn réðist á kjálkabrotnaði meðal annars og marðist á vinstri öxl og í andliti. Taldist brotið varða hegningarlög og var þess krafist í ákæru að maðurinn yrði dæmdur til refsingar. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þjófnað með því að hafa brotist inn í einbýlishús í Kópavogi í júní í fyrra og stolið þaðan DVD-spilara og fyrir að brjótast inn í bifreið í Reykjavík og stolið þaðan sjónvarpstæki. Ákærði játaði skýlaust brot sín fyrir dómi og þótti sannað að hann hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök. Maðurinn hefur áður hlotið fjórtán refsidóma, meðal annars fyrir fíkniefna- og hegningarlagabrot og fjórum sinnum fyrir líkamsmeiðingar. Héraðsdómi Reykjaness þótti hæfileg refsing tíu mánaða fangelsi og var hann einnig dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna í skaðabætur. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness mann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða fangelsi í morgun fyrir líkamsárás í Kópavogi um verslunarmannahelgina árið 2003. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa slegið annan mann með bjórflösku í andlitið þannig að sá féll í götuna og fyrir að hafa sparkað í höfuð hans með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti og hlaut smábrot í augnbotni. Dómurinn taldi rétt að skilorðsbinda fangelsisdóminn í þrjú ár þar sem ákæra í málinu var ekki gefin út fyrr en fjórtán mánuðum eftir að rannsókn þess lauk. Ástæðan var sú að ákærandi óskaði á sínum tíma eftir því að kæra yrði dregin til baka í ljósi þess að hann hefði náð samkomulagi við ákærða um að gera upp málið. Ákærði greiddi hins vegar ekki umsamdar skaðabætur og var kæran því tekin upp aftur. Auk fjögurra mánaða fangelsis var maðurinn dæmdur til að greiða tæplega 200 þúsund krónur í skaðabætur.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira