Stórleikir í Meistaradeildinni 22. febrúar 2005 00:01 16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira