Óþarfa þulir 22. febrúar 2005 00:01 Ég hef spurt sjálfan mig sömu spurningar nokkuð oft undanfarið. Þessi spurning vaknaði fyrst fyrir löngu, lagðist í dvala, rankaði við sér, lagðist svo aftur o.s.frv. Ég hef stundum lagt hana fyrir félaga mína en ekki haft mikið upp úr því krafsi. Þetta er ekkert stórmál fyrir mér svo sem en svona eitthvað sem ég get böggast út í þegar þannig liggur á mér. Hún er svona: Hvers vegna eru þulir í Sjónvarpinu? Eina skýringin sem mér datt í hug var að þetta sé einfaldega einhver heilög óhagganleg hefð í hugum þeirra sem stjórna stofnuninni og að öllum líkindum hafi í rauninni aldrei hvarflað að stjórnendum RÚV að endurskoða þessa þularpælingu. Aðspurður vildi einn félagi minn meina að þetta væri hluti af dagskrárgerð, ímyndarsköpun. Ég kaupi það. Eins og áður sagði þá er þetta eitthvað sem ég get gripið til við ýmis tækifæri og böggast yfir þegar ég er í stuði og líklega losað aðeins um einhverja bælda spennu. En. Punktur minn er þessi: Sjónvarpsþulir ríkisútvarpsins eru óþarfi. Ópraktískur lifandi minnisvarði um liðna tíð. Stöðvaráp mitt hefur verið talsvert í gegnum tíðina. Eitt sinn var ég stoltur eigandi gervihnattamóttakara og tel mig eftir þá reynslu sjóaðan hvað varðar rásaflakk. Aldrei hef ég rekist á sjónvarpsstöð þar sem þulur les upp dagskrána í mynd í beinni útsendingu. Þó er eins og mig rámi í að pólsk eða saudi-arabísk stöð hafi verið með slíka framsetningu. Endurtek rámar. Það kemur málinu reyndar ekkert við en ég man hins vegar betur að pólska stöðin talsetti erlendar kvikmyndir þannig að hljóðstyrkur myndarinnar var skrúfaður ca. niður til hálfs og svo las mónótónískur miðaldra karlmaður þýðinguna í heild sinni, líkt og við fáum texta á skjáinn, bara betra. Allavega. Sjónvarpsstöðvar hérlendis sem og í löndunum í kringum okkur gera hlutina aðeins öðruvísi en RÚV. Tek Stöð 2 sem dæmi: Bo [Björgvin Halldórsson] mætir í stúdíó og tekur upp dagskrárkynningar fyrir Stöð 2. Veit ekki hvernig rútínan er hjá Bo en geri ráð fyrir að hann mæti seinnipartinn og taki sér svona 10 mínútur með tæknimanni og lesi inn kynningar á dagskrárliðum morgundagsins. Jafn-líklegt finnst mér að hann taki jafnvel bara næstu viku á einu bretti. Sjálfur myndi ég fá hann í svona klukkutíma einu sinni í mánuði, taka margar "varíasjónir" fyrir hvern einasta dagskrárlið sem er þá þegar eflaust löngu búið að plana. Hóa síðan í kallinn í neyðartilvikum ef nýr dagskrárliður dettur óvænt inn. Vera þó með lager af "generískum" kynningum fyrir svona og svona þætti og atriði til að minnka hættuna á kynningarleysisskandal ef Bo sjálfur væri vant við látinn. Hvers vegna er ég að velta mér upp úr þessu? Vegna þess að ég get ekki séð með neinu móti hvernig það getur verið hagkvæmara að vera með þul í beinni á hverju kvöldi frekar en að taka upp dagskrárkynningar með dags- eða vikufyrirvara. Ef einhver getur sagt mér það þá mun ég gleðjast. Ég bíð hinsvegar ekkert sérlega spenntur eftir því að það gerist vegna þess að ég er á því að þetta sé nokkurn veginn eins og félagi minn lagði til. Þetta sé hluti af dagskrárgerð. ímyndarsköpun og markaðssetningu stöðvarinnar. Velti mér upp úr þessu vegna þess að eftir því sem get best séð er verið að fara illa með peningana mína og þína. Varla sjóðheitar fréttir þar, þó tel ég fáa hafa pælt í akkúrat þessum vinkli á fjármálum RÚV. Fyrir nokkrum árum voru tveir útvarpsþættir teknir af dagskrá Rásar 2. Frjálsir útvarpsþættir þar sem tölvan stjórnaði ekki ferðinni heldur völdu umsjónarmenn tónlistina sjálfir og markaðsdeild stofnunarinnar hafði engin áhrif á dagskrárgerðina. Þetta voru þungarokksþátturinn Hamsatólg og danstónlistarþátturinn Skýjum Ofar. Gæðaútvarpsþættir. Samtals tveir starfsmenn unnu að gerð þessara þátta, hvorugur á 100% launum. Þættirnir voru teknir af dagskrá vegna þess að styrktaraðilar fundust ekki til að halda þeim gangandi. Svo hugsa ég til þess að í stað þess að halda þessum mjög svo ágætu þáttum í loftinu, þá sé þulum frekar borgað fyrir algjöran óþarfa. Annað sem gerir þessa útvarpsþáttasálgun lítilfjörlega við samanburð er sú staðreynd að Sjónvarpið textar ekki íslenska dagskrárliði fyrir heyrnarlausa nema eitthvað mikið liggi við. Eins og t.d. ávarp forsætisráðherra eða áramótaskaupið. Fréttir eru ekki textaðar nema fréttin snerti heyrnarlausa sérstaklega! Þeir eru meira að segja komnir hálfa leið - texti við fréttirnar er nánast tilbúinn, aðeins þarf að pikka inn viðtölin og henda þessu síðan inn á textavarpið. Er virkilega vilji fyrir því að halda þulunum áfram í loftinu með öllum tilheyrandi kostnaði, tökumanni, hljóðmanni, útsendingarstjóra, fatapeningum, blómaskreytara o.s.frv, frekar en að veita heyrnarlausum þau sjálfsögðu mannréttindi að geta fylgst með fréttatímanum, hvað þá skemmtiefni sem er framleitt fyrir þeirra peninga? Nú tek ég fram að ég hef ekki hugmynd um hvort þulirnir séu í raun og veru í beinni útsendingu. Hef hins vegar dregið þá ályktun út frá því að ef þetta væri tekið upp fyrir fram þá myndi maður að öllum líkindum sjá talsvert betur pródúseraða útkomu á skjánum. Ég hef heldur ekki hugmynd um hversu dýrir þulirnir eru í rekstri en þykist viss um að þeir kosta jafnmikið eða meira en það sem þyrfti að greiða tveimur öðrum einstaklingum, hvort sem þeir önnuðust dagskrárgerð í útvarpi eða textun fyrir heyrnarlausa. Ég mæli því hér með að þulirnir verði teknir af dagskrá Sjónvarpsins og einhver magnaður leikari, fenginn til að lesa dagskrána inn að hætti Stöðvar 2 í staðinn. Arnar Jónsson eða einhver af hans kaliberi. Lesturinn væri þá framkvæmdur eftir kúnstarinnar reglum og á einni nóttu yrði "frontur" RÚV talsvert tignarlegri. Sparnaðurinn myndi klárlega duga til að dekka kostnað við textun á öllu íslensku sjónvarpsefni fyrir heyrnarlausa. Einhvern tímann í framtíðinni, þegar allt er orðið gagnvirkt, gervigreint og hvaðeina, þá væri auðvitað hægt að bjóða upp á sjónvarpsþuli fortíðar fyrir fortíðarþráþjáða. Tölvuforrit yrði matað á gömlum upptökum og þær greindar með framtíðaralgrímum þannig að hægt væri að spýta út á færibandi allskyns gervigreindum sjónvarpsþulum sem tækju enga greiðslu fyrir þjónustu sína. Þannig gæti hver og einn valið heima í stofu hvort kynið hann vildi láta lesa fyrir sig dagskrána, hvort þulurinn væri hress, yfirvegaður, sætur, ljótur, svarthvítur, í lit eða Rósa Ingólfs. Gunnlaugur Lárusson -gunnlaugur@frettabladid.isES. Vil taka fram að þó Eva Sólan sé á myndskreytingu hér að ofan þá er þessum pistli síður en svo beint sérstaklega gegn hennar persónu. Þetta var bara svo fín mynd af henni og táknmálsmerkið í bakgrunni til að toppa þetta allt saman. Eva Sólan, ef þú ert að lesa þetta - þú ert ágæt.Einnig tek ég fram að eftir að fróðari menn en ég lásu pistilinn þá kom í ljós að sjónvarpsþulir eru undantekningalítið í beinni og eru víst nokkuð útbreitt fyrirbæri á skandinavískum sjónvarpsstöðvum. Jafnóþarfir fyrir því. Tölvupóstur móttekinn 23. Febrúar kl 9:39: Heill og sæll kæri Gunnlaugur, Langar til gamans að upplýsa þig að hlutverk sjónvarpþulanna er einnig að lesa erlenda texta sjö-frétta sem útvarpað er á rás 1 og 2. Góð kveðja til þín, Ellý þula hjá Ruv Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég hef spurt sjálfan mig sömu spurningar nokkuð oft undanfarið. Þessi spurning vaknaði fyrst fyrir löngu, lagðist í dvala, rankaði við sér, lagðist svo aftur o.s.frv. Ég hef stundum lagt hana fyrir félaga mína en ekki haft mikið upp úr því krafsi. Þetta er ekkert stórmál fyrir mér svo sem en svona eitthvað sem ég get böggast út í þegar þannig liggur á mér. Hún er svona: Hvers vegna eru þulir í Sjónvarpinu? Eina skýringin sem mér datt í hug var að þetta sé einfaldega einhver heilög óhagganleg hefð í hugum þeirra sem stjórna stofnuninni og að öllum líkindum hafi í rauninni aldrei hvarflað að stjórnendum RÚV að endurskoða þessa þularpælingu. Aðspurður vildi einn félagi minn meina að þetta væri hluti af dagskrárgerð, ímyndarsköpun. Ég kaupi það. Eins og áður sagði þá er þetta eitthvað sem ég get gripið til við ýmis tækifæri og böggast yfir þegar ég er í stuði og líklega losað aðeins um einhverja bælda spennu. En. Punktur minn er þessi: Sjónvarpsþulir ríkisútvarpsins eru óþarfi. Ópraktískur lifandi minnisvarði um liðna tíð. Stöðvaráp mitt hefur verið talsvert í gegnum tíðina. Eitt sinn var ég stoltur eigandi gervihnattamóttakara og tel mig eftir þá reynslu sjóaðan hvað varðar rásaflakk. Aldrei hef ég rekist á sjónvarpsstöð þar sem þulur les upp dagskrána í mynd í beinni útsendingu. Þó er eins og mig rámi í að pólsk eða saudi-arabísk stöð hafi verið með slíka framsetningu. Endurtek rámar. Það kemur málinu reyndar ekkert við en ég man hins vegar betur að pólska stöðin talsetti erlendar kvikmyndir þannig að hljóðstyrkur myndarinnar var skrúfaður ca. niður til hálfs og svo las mónótónískur miðaldra karlmaður þýðinguna í heild sinni, líkt og við fáum texta á skjáinn, bara betra. Allavega. Sjónvarpsstöðvar hérlendis sem og í löndunum í kringum okkur gera hlutina aðeins öðruvísi en RÚV. Tek Stöð 2 sem dæmi: Bo [Björgvin Halldórsson] mætir í stúdíó og tekur upp dagskrárkynningar fyrir Stöð 2. Veit ekki hvernig rútínan er hjá Bo en geri ráð fyrir að hann mæti seinnipartinn og taki sér svona 10 mínútur með tæknimanni og lesi inn kynningar á dagskrárliðum morgundagsins. Jafn-líklegt finnst mér að hann taki jafnvel bara næstu viku á einu bretti. Sjálfur myndi ég fá hann í svona klukkutíma einu sinni í mánuði, taka margar "varíasjónir" fyrir hvern einasta dagskrárlið sem er þá þegar eflaust löngu búið að plana. Hóa síðan í kallinn í neyðartilvikum ef nýr dagskrárliður dettur óvænt inn. Vera þó með lager af "generískum" kynningum fyrir svona og svona þætti og atriði til að minnka hættuna á kynningarleysisskandal ef Bo sjálfur væri vant við látinn. Hvers vegna er ég að velta mér upp úr þessu? Vegna þess að ég get ekki séð með neinu móti hvernig það getur verið hagkvæmara að vera með þul í beinni á hverju kvöldi frekar en að taka upp dagskrárkynningar með dags- eða vikufyrirvara. Ef einhver getur sagt mér það þá mun ég gleðjast. Ég bíð hinsvegar ekkert sérlega spenntur eftir því að það gerist vegna þess að ég er á því að þetta sé nokkurn veginn eins og félagi minn lagði til. Þetta sé hluti af dagskrárgerð. ímyndarsköpun og markaðssetningu stöðvarinnar. Velti mér upp úr þessu vegna þess að eftir því sem get best séð er verið að fara illa með peningana mína og þína. Varla sjóðheitar fréttir þar, þó tel ég fáa hafa pælt í akkúrat þessum vinkli á fjármálum RÚV. Fyrir nokkrum árum voru tveir útvarpsþættir teknir af dagskrá Rásar 2. Frjálsir útvarpsþættir þar sem tölvan stjórnaði ekki ferðinni heldur völdu umsjónarmenn tónlistina sjálfir og markaðsdeild stofnunarinnar hafði engin áhrif á dagskrárgerðina. Þetta voru þungarokksþátturinn Hamsatólg og danstónlistarþátturinn Skýjum Ofar. Gæðaútvarpsþættir. Samtals tveir starfsmenn unnu að gerð þessara þátta, hvorugur á 100% launum. Þættirnir voru teknir af dagskrá vegna þess að styrktaraðilar fundust ekki til að halda þeim gangandi. Svo hugsa ég til þess að í stað þess að halda þessum mjög svo ágætu þáttum í loftinu, þá sé þulum frekar borgað fyrir algjöran óþarfa. Annað sem gerir þessa útvarpsþáttasálgun lítilfjörlega við samanburð er sú staðreynd að Sjónvarpið textar ekki íslenska dagskrárliði fyrir heyrnarlausa nema eitthvað mikið liggi við. Eins og t.d. ávarp forsætisráðherra eða áramótaskaupið. Fréttir eru ekki textaðar nema fréttin snerti heyrnarlausa sérstaklega! Þeir eru meira að segja komnir hálfa leið - texti við fréttirnar er nánast tilbúinn, aðeins þarf að pikka inn viðtölin og henda þessu síðan inn á textavarpið. Er virkilega vilji fyrir því að halda þulunum áfram í loftinu með öllum tilheyrandi kostnaði, tökumanni, hljóðmanni, útsendingarstjóra, fatapeningum, blómaskreytara o.s.frv, frekar en að veita heyrnarlausum þau sjálfsögðu mannréttindi að geta fylgst með fréttatímanum, hvað þá skemmtiefni sem er framleitt fyrir þeirra peninga? Nú tek ég fram að ég hef ekki hugmynd um hvort þulirnir séu í raun og veru í beinni útsendingu. Hef hins vegar dregið þá ályktun út frá því að ef þetta væri tekið upp fyrir fram þá myndi maður að öllum líkindum sjá talsvert betur pródúseraða útkomu á skjánum. Ég hef heldur ekki hugmynd um hversu dýrir þulirnir eru í rekstri en þykist viss um að þeir kosta jafnmikið eða meira en það sem þyrfti að greiða tveimur öðrum einstaklingum, hvort sem þeir önnuðust dagskrárgerð í útvarpi eða textun fyrir heyrnarlausa. Ég mæli því hér með að þulirnir verði teknir af dagskrá Sjónvarpsins og einhver magnaður leikari, fenginn til að lesa dagskrána inn að hætti Stöðvar 2 í staðinn. Arnar Jónsson eða einhver af hans kaliberi. Lesturinn væri þá framkvæmdur eftir kúnstarinnar reglum og á einni nóttu yrði "frontur" RÚV talsvert tignarlegri. Sparnaðurinn myndi klárlega duga til að dekka kostnað við textun á öllu íslensku sjónvarpsefni fyrir heyrnarlausa. Einhvern tímann í framtíðinni, þegar allt er orðið gagnvirkt, gervigreint og hvaðeina, þá væri auðvitað hægt að bjóða upp á sjónvarpsþuli fortíðar fyrir fortíðarþráþjáða. Tölvuforrit yrði matað á gömlum upptökum og þær greindar með framtíðaralgrímum þannig að hægt væri að spýta út á færibandi allskyns gervigreindum sjónvarpsþulum sem tækju enga greiðslu fyrir þjónustu sína. Þannig gæti hver og einn valið heima í stofu hvort kynið hann vildi láta lesa fyrir sig dagskrána, hvort þulurinn væri hress, yfirvegaður, sætur, ljótur, svarthvítur, í lit eða Rósa Ingólfs. Gunnlaugur Lárusson -gunnlaugur@frettabladid.isES. Vil taka fram að þó Eva Sólan sé á myndskreytingu hér að ofan þá er þessum pistli síður en svo beint sérstaklega gegn hennar persónu. Þetta var bara svo fín mynd af henni og táknmálsmerkið í bakgrunni til að toppa þetta allt saman. Eva Sólan, ef þú ert að lesa þetta - þú ert ágæt.Einnig tek ég fram að eftir að fróðari menn en ég lásu pistilinn þá kom í ljós að sjónvarpsþulir eru undantekningalítið í beinni og eru víst nokkuð útbreitt fyrirbæri á skandinavískum sjónvarpsstöðvum. Jafnóþarfir fyrir því. Tölvupóstur móttekinn 23. Febrúar kl 9:39: Heill og sæll kæri Gunnlaugur, Langar til gamans að upplýsa þig að hlutverk sjónvarpþulanna er einnig að lesa erlenda texta sjö-frétta sem útvarpað er á rás 1 og 2. Góð kveðja til þín, Ellý þula hjá Ruv
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun