Höfðu samráð í nýju tjónakerfi 23. febrúar 2005 00:01 Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna. Þrátt fyrir að Samkeppnisstofnun kæmist að þeirri niðurstöðu eftir hartnær sjö ára rannsókn sem lauk í fyrrvavor að tryggingafélögin hefðu á ýmsan hátt farið á svig við samkeppnislög sluppu félögin við sektir en gerð var sátt í málinu. Ábending utan úr bæ sem barst löngu eftir að fyrri rannsóknin fór af stað leiðir nú til þess að tryggingafélögin þurfa að seilast í vasann, ekki djúpt en samt. Tryggingafélögin tóku upp kerfisbundið tjónamat sem heitir Cabas og byggist á ákveðinni reikniformúlu og mælingum árið 2002. Það felur í sér að öll verk og öll tjón eru reiknuð til ákveðinna eininga. Síðan á hvert og eitt félag að semja við viðgerðarverkstæðin um verð fyrir eininguna. Samkeppnisstofnun hafði ekkert við það að athuga. Hins vegar þótti öllu verra að félögin hefðu haft með sér ólögmætt verðsamráð og byðu verkstæðunum sama verð. Það var eigandi bílaverkstæðis sem grunaði að maðkur væri í mysunni og gerði Samkeppnisstofnun viðvart. Rannsókn stofnunarinnar leiddi í ljós að félögin hefðu komið sér saman um fast viðmiðunarverð sem þau hefður boðið verkstæðunum. Þá höfðu félögin einnig samráð um kaup á viðgerðarþjónustu hjá P. Samúelssyni eða Toyota. VÍS bauð fram sættir í málinu eftir að rannsókn fór af stað og viðurkenndi brotið greiðlega. Nokkru seinna fylgdi Tryggingamiðstöðin á eftir og náðust sættir bæði við VÍS og Tryggingamiðstöðina. Sjóvá-Almennar kaus hins vegar að láta reyna á málið fyrir samkeppnisráði. Þrátt fyrir að fyrirtækin teljist jafn brotleg fóru leikar þannig að VÍS á að greiða fimmtán milljónir, Tryggingamiðstöðin 18,5 en Sjóvá-Almennar 27. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir að fyrirtækið telji sig ekki hafa brotið samkeppnislög. Nýtt tjónamatskerfi hafi verið innleitt og það hafi verið gert með hag neytenda í huga og fyrirtækið telji að gögn sýni að Sjóvá-Almennar hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Aðspurður hvort hin tryggingafélögin hafi staðið að ólöglegu samráði, þar sem þau sömdu um sekt, en Sjóvá-Almennar staðið þar fyrir utan segist Þorgils ekki geta svarað fyrir hin félögin en hann telji gögn sýna að félagið hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Það eina sem liggi fyrir sé að félögin hafi staðið saman að því að meta breytingaþörf á einingaverði í nýja tjónamatskerfinu en Sjóvá-Almennar hafi samið við hvert og eitt verkstæði um verð á þjónustunni. Félagið muni því leita til áfrýjunarnefnar samkeppnismála með málið. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Tryggingafélögin höfðu með sér ólögmætt verðsamráð þegar þau tóku í notkun samræmt kerfi til að meta tjón. Samkeppnisráð sektar félögin um sextíu milljónir króna. Þrátt fyrir að Samkeppnisstofnun kæmist að þeirri niðurstöðu eftir hartnær sjö ára rannsókn sem lauk í fyrrvavor að tryggingafélögin hefðu á ýmsan hátt farið á svig við samkeppnislög sluppu félögin við sektir en gerð var sátt í málinu. Ábending utan úr bæ sem barst löngu eftir að fyrri rannsóknin fór af stað leiðir nú til þess að tryggingafélögin þurfa að seilast í vasann, ekki djúpt en samt. Tryggingafélögin tóku upp kerfisbundið tjónamat sem heitir Cabas og byggist á ákveðinni reikniformúlu og mælingum árið 2002. Það felur í sér að öll verk og öll tjón eru reiknuð til ákveðinna eininga. Síðan á hvert og eitt félag að semja við viðgerðarverkstæðin um verð fyrir eininguna. Samkeppnisstofnun hafði ekkert við það að athuga. Hins vegar þótti öllu verra að félögin hefðu haft með sér ólögmætt verðsamráð og byðu verkstæðunum sama verð. Það var eigandi bílaverkstæðis sem grunaði að maðkur væri í mysunni og gerði Samkeppnisstofnun viðvart. Rannsókn stofnunarinnar leiddi í ljós að félögin hefðu komið sér saman um fast viðmiðunarverð sem þau hefður boðið verkstæðunum. Þá höfðu félögin einnig samráð um kaup á viðgerðarþjónustu hjá P. Samúelssyni eða Toyota. VÍS bauð fram sættir í málinu eftir að rannsókn fór af stað og viðurkenndi brotið greiðlega. Nokkru seinna fylgdi Tryggingamiðstöðin á eftir og náðust sættir bæði við VÍS og Tryggingamiðstöðina. Sjóvá-Almennar kaus hins vegar að láta reyna á málið fyrir samkeppnisráði. Þrátt fyrir að fyrirtækin teljist jafn brotleg fóru leikar þannig að VÍS á að greiða fimmtán milljónir, Tryggingamiðstöðin 18,5 en Sjóvá-Almennar 27. Þorgils Óttar Mathiesen, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir að fyrirtækið telji sig ekki hafa brotið samkeppnislög. Nýtt tjónamatskerfi hafi verið innleitt og það hafi verið gert með hag neytenda í huga og fyrirtækið telji að gögn sýni að Sjóvá-Almennar hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Aðspurður hvort hin tryggingafélögin hafi staðið að ólöglegu samráði, þar sem þau sömdu um sekt, en Sjóvá-Almennar staðið þar fyrir utan segist Þorgils ekki geta svarað fyrir hin félögin en hann telji gögn sýna að félagið hafi ekki staðið að ólöglegu samráði. Það eina sem liggi fyrir sé að félögin hafi staðið saman að því að meta breytingaþörf á einingaverði í nýja tjónamatskerfinu en Sjóvá-Almennar hafi samið við hvert og eitt verkstæði um verð á þjónustunni. Félagið muni því leita til áfrýjunarnefnar samkeppnismála með málið.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira