Einfalt er best 25. febrúar 2005 00:01 Í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit galdrar Ásta Björk Magnúsdóttir fram dýrindis rétti úr alíslensku hráefni. Á dögunum kallaði landbúnaðarráðherra til blaðamannafundar í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit, þar sem Ásta Björk Magnúsdóttir ræður ríkjum. Að beiðni ráðherra snaraði hún fram dýrindis hlaðborði þar sem allt hráefni var íslenskt, en tilefni fundarins var heimasala bænda á afurðum sínum. "Ég legg áherslu á að nota alltaf íslenskt hráefni, ef það er hægt," segir Ásta Björk, en í þessu tilfelli var þess krafist. "Hráefnið fæ ég svo héðan og þaðan en reyni að sækja það mest hérna í kring," segir Ásta. Meðal þeirra rétta sem hún bar á borð var grafin lundi með fjallagrösum, sítrónukryddleginn lambavöðvi og rúgbrauð með heimalagaðri lifrarkæfu, en réttirnir voru hver öðrum girnilegri. Veiðihúsið hjá Ástu er í fullri notkun á sumrin en á veturna leigir hún það út til hópa og er möguleiki á að hún fylgi með sem matreiðslumaður. "Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt þar sem maður er alltaf að taka á móti fólki, og ég ligg yfir uppskriftum. Ég var til dæmis að grafa gæs þegar mér datt í hug að nota sömu uppskrift á lunda og það heppnaðist bara mjög vel, " segir Ásta. Hún segist ekkert vera að leggja sig fram við að hafa hlutina flókna, enda þarf það ekki að vera betra. "Yfirleitt er það einfalda best," segir Ásta að lokum. Matur Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit galdrar Ásta Björk Magnúsdóttir fram dýrindis rétti úr alíslensku hráefni. Á dögunum kallaði landbúnaðarráðherra til blaðamannafundar í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit, þar sem Ásta Björk Magnúsdóttir ræður ríkjum. Að beiðni ráðherra snaraði hún fram dýrindis hlaðborði þar sem allt hráefni var íslenskt, en tilefni fundarins var heimasala bænda á afurðum sínum. "Ég legg áherslu á að nota alltaf íslenskt hráefni, ef það er hægt," segir Ásta Björk, en í þessu tilfelli var þess krafist. "Hráefnið fæ ég svo héðan og þaðan en reyni að sækja það mest hérna í kring," segir Ásta. Meðal þeirra rétta sem hún bar á borð var grafin lundi með fjallagrösum, sítrónukryddleginn lambavöðvi og rúgbrauð með heimalagaðri lifrarkæfu, en réttirnir voru hver öðrum girnilegri. Veiðihúsið hjá Ástu er í fullri notkun á sumrin en á veturna leigir hún það út til hópa og er möguleiki á að hún fylgi með sem matreiðslumaður. "Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt þar sem maður er alltaf að taka á móti fólki, og ég ligg yfir uppskriftum. Ég var til dæmis að grafa gæs þegar mér datt í hug að nota sömu uppskrift á lunda og það heppnaðist bara mjög vel, " segir Ásta. Hún segist ekkert vera að leggja sig fram við að hafa hlutina flókna, enda þarf það ekki að vera betra. "Yfirleitt er það einfalda best," segir Ásta að lokum.
Matur Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira