Öllum tilraunum Evrópusinna hrint 27. febrúar 2005 00:01 Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Andstæðingar Evrópusambandsaðildar innan Framsóknarflokksins hrundu öllum tilraunum á flokksþingi til að færa flokkinn nær aðildarumsókn. Þótt sjónarmið Halldórs Ásgrímssonar hefðu þannig orðið undir var hann endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins með 78 prósentum atkvæða. Afstaðan til Evrópusambandsins reyndist stærsta deilumálið á flokksþingi Framsóknarflokksins. Stuðningsmenn aðildar Íslands virtust hafa öll vopn í sínum höndum fyrir flokksþingið þegar þeim tókst að koma inn í fyrstu drög að ályktun, texta þar sem sagði að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á þessu kjörtímabili, það er innan tveggja ára. Þegar á fyrsta degi flokksþings á föstudag varð ljóst að þetta yrði þurrkað út. Í gær birtust næstu drög að ályktun en þar sagði að vegna óljósrar stöðu og framtíðar EES-samningsins og almennrar þróunar Evrópumála væru líkur á að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan Evrópusambandsins. Og ennnfremur, að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi strax hefjast vinna við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Athygli vakti í gær að formaðurinn, Halldór Ásgrímsson, lýsti stuðningi við þennan texta meðan varaformaðurinn, Guðni Ágústsson, lýsti sig mótfallinn slíkri samþykkt. Andstæðingar höfðu sitt fram og strokað var yfir þennan texta og í morgun birtust þriðju drögin. Þar sagði að á vettvangi Framsóknarflokksins skyldi halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúning aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skyldi bera undir næsta flokksþing - til samþykktar eða synjunar. En andstæðingar héldu áfram að reka flóttann. Í lokasamþykkt var búið að þynna orðalagið enn út með því bæta við „hugsanlegs“ undirbúnings og niðurstaðan yrði borin undir næsta flokksþing til kynningar, en hvorki til samþykktar né synjunar. Athygli vakti að tveir fyrrverandi forystumenn flokksins, þeir Steingrímur Hermannsson og Páll Pétursson, beittu sér mjög í málinu gegn Evrópusinnum. Steingrímur vildi ekki segja að andstæðingar aðildarviðræðna hafi unnið góðan sigur, heldur skynsemin. Guðni Ágústsson sagði þetta sáttaniðurstöðu. Átök urðu einnig um framtíð Reykjavíkurflugvallar en samkvæmt fyrstu ályktunardrögum átti flugvöllurinn að víkja. Því var hins vegar snúið við og samþykkti flokksþingið einróma að miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík og samgöngumiðstöð komið þar upp hið fyrsta til að styrkja innanlandsflugið. Forysta flokksins var svo í dag öll endurkjörin. Halldór Ásgrímsson hlaut 406 af 520 atkvæðum í formannskjöri, eða 78 prósent atkvæða, Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður með 75 prósentum atkvæða, og Siv Friðleifsdóttir var endurkjörin ritari flokksins með 78 prósentum atkvæða. Enginn bauð sig fram gegn þremenningunum en athygli vekur að þau fengu öll veikari kosningu nú en á síðasta flokksþingi. Þá voru þau öll kosin með um eða yfir 90 prósentum atkvæða og Halldór hlaut þá nærri rússneska kosningu. Annað var uppi á teningunum nú.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira