Er húsnæðisverð óeðlilega hátt? Hafliði Helgason skrifar 28. febrúar 2005 00:01 Hröð hækkun húsnæðisverð hefur valdið skjálfta í samfélaginu. Það er skiljanlegt að ýmsum bregði við þegar húsnæði hækkar um þrjú prósent á mánuði, eins og raunin hefur verið undanfarna tvo mánuði. Viðbrögðin hafa verið eftir því. Upphrópanir hafa flogið frá stjórnmálamönnum og almenningi um rán og gripdeildir banka, fasteignasala, fasteignaheildsala og lóðabraskara. R listinn hefur verið úthrópaður fyrir að lóðaframboð sé ekki næginlegt og Framsóknarflokkurinn fyrir að hafa lofað 90 prósenta lánunum. Eitthvað smávegis gæti hver og einn hinna meintu blóraböggla tekið til sín. Ekkert af þessu er hins vegar meginástæða hækkunar fasteignaverðs að undanförnu. Helsta ástæðan fyrir þessum hækkunum eru annars vegar hækkandi kaupmáttur launa og aukið aðgengi fólks að lánsfé á lægri vöxtum en áður hefur tíðkast. Innkoma bankanna á húsnæðislánamarkaðinn opnaði möguleika margra til að kaupa eigin húsnæði. Hópur sem haldið hafði verið fyrir utan fasteignamarkaðinn með lánsfjárskömmtun komst loksins inn á hann. Byggingariðnaðurinn var ekki verið tilbúinn til þess að mæta þessari skyndilegu aukningu og eftirspurnin eftir húsnæði er meira en framboðið. Almenna reglan er sú eins og Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greingingardeildar KB banka og fleiri hagfræðingar hafa bent á að töluverður tími líður frá því að eftirspurn myndast á húsnæðismarkaði, þangað til henni er mætt með fjölgun nýrra íbúða. Ástæðan er einföld. Ferlið frá ákvörðun um að byggja þangað til íbúð er tilbúin er nokkuð langt. Á sama tíma og framboðið er ekki nægjanlegt hafa húsnæðisvextir lækkað og laun hækkað. Þetta þýðir að greiðslugetan er meiri og greiðslubyrðin af lánunum minni. Fólk með meiri peninga en áður keppist um íbúðir sem ekki eru nógu margar til að mæta eftirspurninni. Nú keppast byggingaverktakar við að reisa nýjar íbúðir. Hættan fyrir þá er sú að þeir muni á endanum byggja of mikið. Framboðið verði meira en eftirspurnin og verð lækki snögglega. Það er vel mögulegt að eitthvað slíkt muni gerast á næstu misserum. Hins vegar er hluti þeirrar hækkunar sem orðinn er langvarandi ef að kaupmáttur helst þokkalegur og vextir af fasteignalánum verða áfram lágir. Þeir sem kaupa eignirnar nú eftir þessar miklu hækkanir eru með lægri greiðslubyrði miðað við laun en íbúðakaupendur sem keyptu íbúðir árin 1998 til 1999 og þurftu að fjármagna sig að hluta með skammtímalánum. Fasteignaheildsalar og lóðabraskarar munu ekki hafa áhrif á fasteignaverð svo neinu nemi. Þeir græða sem aldrei fyrr þessa dagana og verði þeim að góðu. Þeir sem keyptu hlutabréf um áramótin hafa fengið betri ávöxtun á sitt fé frá áramótum en fasteignaheildsalarnir. Úlvarsvísitalan hefur hækkað um ríflega tíu prósent meðan fasteignir hækkuðu um þrjú prósent. Athygli fólks beinist venjulega að spákaupmönnum eins og fasteignaheildsölum þegar vel gengur. Þá eru þeir kallaði ýmsum ónefnum og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Þegar verð fellur snögglega, þá talar enginn um spákaupmennina, en þess í stað snýst umræðan um vesalings Jón og Gunnu sem reyndu að spekulera með spariféð við lok hækkunartímabilsins. Ef fasteignaverð lækkar snögglega, þá mun umræðan fara að snúast um fólk sem skuldar meira en það á. Um eldra fólk sem horfir á eignir sínar rýrna frá mánuði til mánaðar. Eitthvað verður rætt um verktaka sem keyptu og dýrar lóðir og losna ekki við íbúðir sem þeir byggðu í bjartsýniskasti. Enginn mun þá tala um fasteignaheildsalan sem tapaði stórum fjárhæðum. Rótin að sleggjudómum í umræðum um fasteignamarkaðinn liggur líklega í tvennu. Annars vegar þeirri staðreynd að allir þurfa þak yfir höfuðið og hins vegar því að steinsteypar var til skamms tíma öruggusta fjárfesting sem hugsast getur. Íslendingar virðast eiga erfitt með að sætta sig við að skömmtunartímanum sé lokið og eina leiðin til þess að verja sig gegn því að eignir manns geti hugsanlegar rýrnað er að eiga ekki neitt. Fasteignir hafa hækkað, en miðað við tekjur og vexti eru þær ódýari en þær voru að meðaltali síðustu tólf ár miðað við kaupgetu almennings. Þótt dýrt sé að kaupa sína fyrstu íbúð nú, þá má heldur ekki gleyma því að breytingar á umhverfi íbúðalána hafa gert stórum hópi kleift að skera sig úr snöru skammtímalána og endurfjármagna húsnæði sitt. Núverandi ástand er því miklu betra en það sem var. Fasteignamarkaður mun eins og aðrir markaðir sveiflast í leit sinni að jafnvægi. Fasteignaverð er aldrei of hátt eða of lágt í þeim skilningi að verðið er alltaf samkomulag milli þeirra sem kaupa og þeirra sem selja.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Hröð hækkun húsnæðisverð hefur valdið skjálfta í samfélaginu. Það er skiljanlegt að ýmsum bregði við þegar húsnæði hækkar um þrjú prósent á mánuði, eins og raunin hefur verið undanfarna tvo mánuði. Viðbrögðin hafa verið eftir því. Upphrópanir hafa flogið frá stjórnmálamönnum og almenningi um rán og gripdeildir banka, fasteignasala, fasteignaheildsala og lóðabraskara. R listinn hefur verið úthrópaður fyrir að lóðaframboð sé ekki næginlegt og Framsóknarflokkurinn fyrir að hafa lofað 90 prósenta lánunum. Eitthvað smávegis gæti hver og einn hinna meintu blóraböggla tekið til sín. Ekkert af þessu er hins vegar meginástæða hækkunar fasteignaverðs að undanförnu. Helsta ástæðan fyrir þessum hækkunum eru annars vegar hækkandi kaupmáttur launa og aukið aðgengi fólks að lánsfé á lægri vöxtum en áður hefur tíðkast. Innkoma bankanna á húsnæðislánamarkaðinn opnaði möguleika margra til að kaupa eigin húsnæði. Hópur sem haldið hafði verið fyrir utan fasteignamarkaðinn með lánsfjárskömmtun komst loksins inn á hann. Byggingariðnaðurinn var ekki verið tilbúinn til þess að mæta þessari skyndilegu aukningu og eftirspurnin eftir húsnæði er meira en framboðið. Almenna reglan er sú eins og Ásgeir Jónsson, hagfræðingur greingingardeildar KB banka og fleiri hagfræðingar hafa bent á að töluverður tími líður frá því að eftirspurn myndast á húsnæðismarkaði, þangað til henni er mætt með fjölgun nýrra íbúða. Ástæðan er einföld. Ferlið frá ákvörðun um að byggja þangað til íbúð er tilbúin er nokkuð langt. Á sama tíma og framboðið er ekki nægjanlegt hafa húsnæðisvextir lækkað og laun hækkað. Þetta þýðir að greiðslugetan er meiri og greiðslubyrðin af lánunum minni. Fólk með meiri peninga en áður keppist um íbúðir sem ekki eru nógu margar til að mæta eftirspurninni. Nú keppast byggingaverktakar við að reisa nýjar íbúðir. Hættan fyrir þá er sú að þeir muni á endanum byggja of mikið. Framboðið verði meira en eftirspurnin og verð lækki snögglega. Það er vel mögulegt að eitthvað slíkt muni gerast á næstu misserum. Hins vegar er hluti þeirrar hækkunar sem orðinn er langvarandi ef að kaupmáttur helst þokkalegur og vextir af fasteignalánum verða áfram lágir. Þeir sem kaupa eignirnar nú eftir þessar miklu hækkanir eru með lægri greiðslubyrði miðað við laun en íbúðakaupendur sem keyptu íbúðir árin 1998 til 1999 og þurftu að fjármagna sig að hluta með skammtímalánum. Fasteignaheildsalar og lóðabraskarar munu ekki hafa áhrif á fasteignaverð svo neinu nemi. Þeir græða sem aldrei fyrr þessa dagana og verði þeim að góðu. Þeir sem keyptu hlutabréf um áramótin hafa fengið betri ávöxtun á sitt fé frá áramótum en fasteignaheildsalarnir. Úlvarsvísitalan hefur hækkað um ríflega tíu prósent meðan fasteignir hækkuðu um þrjú prósent. Athygli fólks beinist venjulega að spákaupmönnum eins og fasteignaheildsölum þegar vel gengur. Þá eru þeir kallaði ýmsum ónefnum og fólk sér ofsjónum yfir gróða þeirra. Þegar verð fellur snögglega, þá talar enginn um spákaupmennina, en þess í stað snýst umræðan um vesalings Jón og Gunnu sem reyndu að spekulera með spariféð við lok hækkunartímabilsins. Ef fasteignaverð lækkar snögglega, þá mun umræðan fara að snúast um fólk sem skuldar meira en það á. Um eldra fólk sem horfir á eignir sínar rýrna frá mánuði til mánaðar. Eitthvað verður rætt um verktaka sem keyptu og dýrar lóðir og losna ekki við íbúðir sem þeir byggðu í bjartsýniskasti. Enginn mun þá tala um fasteignaheildsalan sem tapaði stórum fjárhæðum. Rótin að sleggjudómum í umræðum um fasteignamarkaðinn liggur líklega í tvennu. Annars vegar þeirri staðreynd að allir þurfa þak yfir höfuðið og hins vegar því að steinsteypar var til skamms tíma öruggusta fjárfesting sem hugsast getur. Íslendingar virðast eiga erfitt með að sætta sig við að skömmtunartímanum sé lokið og eina leiðin til þess að verja sig gegn því að eignir manns geti hugsanlegar rýrnað er að eiga ekki neitt. Fasteignir hafa hækkað, en miðað við tekjur og vexti eru þær ódýari en þær voru að meðaltali síðustu tólf ár miðað við kaupgetu almennings. Þótt dýrt sé að kaupa sína fyrstu íbúð nú, þá má heldur ekki gleyma því að breytingar á umhverfi íbúðalána hafa gert stórum hópi kleift að skera sig úr snöru skammtímalána og endurfjármagna húsnæði sitt. Núverandi ástand er því miklu betra en það sem var. Fasteignamarkaður mun eins og aðrir markaðir sveiflast í leit sinni að jafnvægi. Fasteignaverð er aldrei of hátt eða of lágt í þeim skilningi að verðið er alltaf samkomulag milli þeirra sem kaupa og þeirra sem selja.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun