Vinnan besta líkamsræktin 1. mars 2005 00:01 Vigdís Másdóttir, brúðuleikari og brúðustjórnandi, er ung og upprennandi leikkona sem þreytir inntökupróf í leiklistardeild Listaháskólans í þessari viku. Hún notar einfalda líkamsrækt til að halda sér í formi _- vinnuna. "Það er mjög einfalt hvernig ég held mér í formi. Sökum starfsins míns er ég stöðugt á hreyfingu og má segja að það sé eina eiginlega líkamsræktin sem ég stunda. Ég vinn mjög mikið. Ég er með tvær sýningar á dag í Brúðuleikhúsinu, hver í fjörutíu mínútur, og síðan þarf að setja sýninguna upp og taka hana niður aftur. Þá reyni ég aldeilis á mig þar sem sýningin er eins og fjörutíu mínútna eróbikk tími og ekki minna puð að setja hana upp og taka hana aftur niður," segir Vigdís en búningurinn hennar er mesta eróbikkið. "Ég er um það bil 1,90 cm þegar ég fer í búninginn en er í raun 1,81 á hæð. Hann er rosalegur þessi búningur og eiginlega út um allt. Það lekur af mér svitinn eftir hverja einustu sýningu. Annars finnst mér fýsískt leikhús mjög flott þar sem líkaminn er jafnvel notaður meira en texti. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að leikarar haldi sér í góðu formi." Vigdís notar líka daglegt amstur til að fá sinn skammt af hreyfingu. "Ef ég þarf að bera þunga kassa eða eitthvað slíkt þá nota ég það til að reyna á mig og fá smá líkamsrækt út úr því. Síðan reyni ég að fara í sund eins oft og ég get. Það er best í heimi. Ég borða líka hollan mat -- mikið af grænmeti og ég drekk mikið vatn. Ég er frekar meðvituð um það sem ég borða en ég "dett stundum í það" í óhollustu eins og maður segir -- sérstaklega núna um jólin. En ég hugsa sérstaklega um það sem ég borða þessa dagana því ég er að fara í inntökupróf og þarf að vera sem best á mig komin. Ég reyni að borða engan hvítan sykur og lítið af kolvetnum." Heilsa Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vigdís Másdóttir, brúðuleikari og brúðustjórnandi, er ung og upprennandi leikkona sem þreytir inntökupróf í leiklistardeild Listaháskólans í þessari viku. Hún notar einfalda líkamsrækt til að halda sér í formi _- vinnuna. "Það er mjög einfalt hvernig ég held mér í formi. Sökum starfsins míns er ég stöðugt á hreyfingu og má segja að það sé eina eiginlega líkamsræktin sem ég stunda. Ég vinn mjög mikið. Ég er með tvær sýningar á dag í Brúðuleikhúsinu, hver í fjörutíu mínútur, og síðan þarf að setja sýninguna upp og taka hana niður aftur. Þá reyni ég aldeilis á mig þar sem sýningin er eins og fjörutíu mínútna eróbikk tími og ekki minna puð að setja hana upp og taka hana aftur niður," segir Vigdís en búningurinn hennar er mesta eróbikkið. "Ég er um það bil 1,90 cm þegar ég fer í búninginn en er í raun 1,81 á hæð. Hann er rosalegur þessi búningur og eiginlega út um allt. Það lekur af mér svitinn eftir hverja einustu sýningu. Annars finnst mér fýsískt leikhús mjög flott þar sem líkaminn er jafnvel notaður meira en texti. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að leikarar haldi sér í góðu formi." Vigdís notar líka daglegt amstur til að fá sinn skammt af hreyfingu. "Ef ég þarf að bera þunga kassa eða eitthvað slíkt þá nota ég það til að reyna á mig og fá smá líkamsrækt út úr því. Síðan reyni ég að fara í sund eins oft og ég get. Það er best í heimi. Ég borða líka hollan mat -- mikið af grænmeti og ég drekk mikið vatn. Ég er frekar meðvituð um það sem ég borða en ég "dett stundum í það" í óhollustu eins og maður segir -- sérstaklega núna um jólin. En ég hugsa sérstaklega um það sem ég borða þessa dagana því ég er að fara í inntökupróf og þarf að vera sem best á mig komin. Ég reyni að borða engan hvítan sykur og lítið af kolvetnum."
Heilsa Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira