Fengu ekki að hitta Fischer 2. mars 2005 00:01 Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira