1500 bandarískir hermenn fallnir 3. mars 2005 00:01 Meira en fimmtán hundruð bandarískir hermenn hafa nú týnt lífi í Írak en mannfall óbreyttra borgara er í það minnsta tífalt meira. Tvær bílsprengjur sprungu í landinu í gær og fórust þrír í tilræðunum. Neyðarlög munu ríkja áfram í landinu. Þrír bandarískir hermenn dóu í gær í átökum við uppreisnarmenn í Írak. Þar með hafa meira en 1500 bandarískir hermenn farist í landinu síðan innrásin var gerð fyrir tæpum tveimur árum. Síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí 2003 að stríðinu væri lokið hafa 1.364 dáið, þar af 1.030 í átökum. Búast má við að þrýstingur á stjórnina um að kalla hermennina heim muni vaxa ennþá meira enda er nú allt kapp á að þjálfa íraskar öryggissveitir svo þær geti tekið við löggæslu í landinu. Enn eru yfir 120.000 bandarískir hermenn í Írak. Engar nákvæmar tölur eru til yfir mannfall óbreyttra borgara síðan innrásin var gerð. Í haust áætlaði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist en aðrar áætlanir gera ráð fyrir mun minna mannfalli. Breska stofnunin Iraqi Body Count telur að 16.000-18.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðustu tvö árin. Tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Bagdad í gær og fórust að minnsta kosti tveir lögreglumenn og fimmtán særðust. Þá var gerð bílsprengjuárás á lögreglumenn í Baqouba, sextíu kílómetra norður af höfuðborginni, og fórust tveir. Þar af var einn lögreglumaður. Uppreisnarmenn beina spjótum sínum í æ ríkari mæli að íröskum lögreglumönnum og er skemmst að minnast tilræðisins í Hillah á mánudaginn en þá dóu 127 manns sem hugðust sækja um starf í öryggissveitunum. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að neyðarlög muni gilda í landinu í einn mánuð í viðbót svo að tryggja megi öryggi borgaranna. Þau heimila stjórninni að setja á útgöngubönn og fangelsa fólk án dóms og laga. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Meira en fimmtán hundruð bandarískir hermenn hafa nú týnt lífi í Írak en mannfall óbreyttra borgara er í það minnsta tífalt meira. Tvær bílsprengjur sprungu í landinu í gær og fórust þrír í tilræðunum. Neyðarlög munu ríkja áfram í landinu. Þrír bandarískir hermenn dóu í gær í átökum við uppreisnarmenn í Írak. Þar með hafa meira en 1500 bandarískir hermenn farist í landinu síðan innrásin var gerð fyrir tæpum tveimur árum. Síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. maí 2003 að stríðinu væri lokið hafa 1.364 dáið, þar af 1.030 í átökum. Búast má við að þrýstingur á stjórnina um að kalla hermennina heim muni vaxa ennþá meira enda er nú allt kapp á að þjálfa íraskar öryggissveitir svo þær geti tekið við löggæslu í landinu. Enn eru yfir 120.000 bandarískir hermenn í Írak. Engar nákvæmar tölur eru til yfir mannfall óbreyttra borgara síðan innrásin var gerð. Í haust áætlaði læknaritið Lancet að í það minnsta 100.000 manns hefðu farist en aðrar áætlanir gera ráð fyrir mun minna mannfalli. Breska stofnunin Iraqi Body Count telur að 16.000-18.000 óbreyttir borgarar hafi týnt lífi síðustu tvö árin. Tvær bílsprengjur sprungu fyrir utan innanríkisráðuneytið í Bagdad í gær og fórust að minnsta kosti tveir lögreglumenn og fimmtán særðust. Þá var gerð bílsprengjuárás á lögreglumenn í Baqouba, sextíu kílómetra norður af höfuðborginni, og fórust tveir. Þar af var einn lögreglumaður. Uppreisnarmenn beina spjótum sínum í æ ríkari mæli að íröskum lögreglumönnum og er skemmst að minnast tilræðisins í Hillah á mánudaginn en þá dóu 127 manns sem hugðust sækja um starf í öryggissveitunum. Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að neyðarlög muni gilda í landinu í einn mánuð í viðbót svo að tryggja megi öryggi borgaranna. Þau heimila stjórninni að setja á útgöngubönn og fangelsa fólk án dóms og laga.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira