Í einangrun vegna nefbrots 6. mars 2005 00:01 Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Stuðningshópur Fischer fór í íslenska sendiráðið í Tókýó dag og áttti óformlegan upplýsingafund með Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra. Var sendiherranum gert ljóst að á morgun myndi Suzuki, lögmaður Fischers, koma í sendiráðið með umboð til þess að taka við vegabréfi hans. Stuðningsmennirnir eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að íslensk stjórnvöld afhendi vegabréfið sem nú hefur verið í íslenska sendiráðinu í Tókýó í meira en viku. Eftir fundinn í sendiráðinu hélt stuðningshópurinn fund á hóteli sínu og skoðaði meðal annars á Netinu meðför Spaugstofunnar á ferð Sæma Rokk til Japans til að frelsa Fischer með dansskóna að leynivopni í farteskinu. Sæmundur heyrði loks í Fischer í dag eftir að hann hafði lokið fjögurra daga einangrunarvist í innflytjendafangelsinu. Fischer var settur í einangrun á miðvikudag á meðan Sæmundur beið í fordyri fangelsisins eftir að komast til fundar við vin sinn. Sæmundur segir að ástæðan fyrir refsingunni hafi verið, að sögn Fischers, beiðni hans um að fá egg með matnum eins og aðrir fangar. Þegar beiðni hans var hafnað með þjósti hafi komið til átaka milli hans og fangavarða. Þeir hafi ráðist á hann og hann barið frá sér. Sæmundur segir að Fischer hafi sent einn fangavörðinn nefbrotinn á sjúkrahús. Þar sem bandarísk stjórnvöld hyggjast ákæra Fischer fyrir skattalagabrot og krefjast framsals frá Japan á þeim grundvelli þykir stuðningsmönnum hans brýnt að íslensk stjórnvöld afhendi honum ferðavegabréfið tafarlaust, ella hafi útgáfa þess verið til einskis. Ljóst er að japönsk stjórnvöld fylgjast grannt með málinu sem þegar er orðið þeim til óþæginda. Japanskir fjölmiðlar hafa sýnt baráttu stuðningsmanna Fischers aukinn áhuga, meðal annars varð málið að forsíðufrétt í einu stærsta dagblaði Japans um helgina. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Bobby Fischer var að eigin sögn varpað í einangrunarklefa í fangelsinu í Japan eftir átök við fangaverði sem lauk með því að hann nefbraut einn þeirra. Ástæðan var að honum var neitað um egg með matnum eins og aðrir fangar fá. Lögmaður Fischers ætlar að freista þess að fá vegabréf hans í hendur á morgun en það hefur verið í vörslu sendiráðs Íslands í rúma viku. Stuðningshópur Fischer fór í íslenska sendiráðið í Tókýó dag og áttti óformlegan upplýsingafund með Þórði Ægi Óskarssyni sendiherra. Var sendiherranum gert ljóst að á morgun myndi Suzuki, lögmaður Fischers, koma í sendiráðið með umboð til þess að taka við vegabréfi hans. Stuðningsmennirnir eru orðnir langþreyttir á að bíða eftir því að íslensk stjórnvöld afhendi vegabréfið sem nú hefur verið í íslenska sendiráðinu í Tókýó í meira en viku. Eftir fundinn í sendiráðinu hélt stuðningshópurinn fund á hóteli sínu og skoðaði meðal annars á Netinu meðför Spaugstofunnar á ferð Sæma Rokk til Japans til að frelsa Fischer með dansskóna að leynivopni í farteskinu. Sæmundur heyrði loks í Fischer í dag eftir að hann hafði lokið fjögurra daga einangrunarvist í innflytjendafangelsinu. Fischer var settur í einangrun á miðvikudag á meðan Sæmundur beið í fordyri fangelsisins eftir að komast til fundar við vin sinn. Sæmundur segir að ástæðan fyrir refsingunni hafi verið, að sögn Fischers, beiðni hans um að fá egg með matnum eins og aðrir fangar. Þegar beiðni hans var hafnað með þjósti hafi komið til átaka milli hans og fangavarða. Þeir hafi ráðist á hann og hann barið frá sér. Sæmundur segir að Fischer hafi sent einn fangavörðinn nefbrotinn á sjúkrahús. Þar sem bandarísk stjórnvöld hyggjast ákæra Fischer fyrir skattalagabrot og krefjast framsals frá Japan á þeim grundvelli þykir stuðningsmönnum hans brýnt að íslensk stjórnvöld afhendi honum ferðavegabréfið tafarlaust, ella hafi útgáfa þess verið til einskis. Ljóst er að japönsk stjórnvöld fylgjast grannt með málinu sem þegar er orðið þeim til óþæginda. Japanskir fjölmiðlar hafa sýnt baráttu stuðningsmanna Fischers aukinn áhuga, meðal annars varð málið að forsíðufrétt í einu stærsta dagblaði Japans um helgina.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira