Væri nær að stytta grunnskólanám? Þórlindur Kjartansson skrifar 7. mars 2005 00:01 Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það er staðreynd að víðast hvar lýkur skólagöngu á framhaldsskólastigi fyrr en hér á landi. Fyrir vikið er fólk komið fyrr í háskóla og fyrr á vinnumarkaðinn. Það er því rökrétt markmið hjá menntamálaráðherra að leita leiða til þess að breyta skólakerfinu svo íslensk ungmenni standi jafnfætis útlenskum börnum hvað þetta varðar. Það er vitaskuld ekki allt unnið með því að klára nám snemma á lífsleiðinni enda er vart lengur hægt að tala um að fólk verði fullnuma í nokkrum hlut. Krafan um að fólk leiti stöðugt leiða til að auka hæfni sína og getu verður stöðugt háværari og gildir þá einu hvaða starfsstétt menn tilheyra. Mikilvægasti grunnurinn sem lagður er í grunn- og framhaldsskólum er á sviði tungumála og stærðfræði en flest annað sem gagnast í vinnu lærir fólk best á því að stunda vinnuna sjálfa og með því að sækja sér þekkingu eftir því sem fólk þarf á henni að halda. En þótt ekki sé allt unnið með því að stytta nám til stúdentasprófs þá geta vafalaust flestir verið sammála því að ef unnt er að undirbúa fólk jafn vel á skemmri tíma þá hljóti það að vera betra en að gera það á lengri tíma. Hér á landi tíðkaðist lengi, og tíðkast enn, að skólabörn ynnu launavinnu á sumrin og unglingar vinni jafnvel með námi. Þetta hefur ákveðna mikilvæga kosti í för með sér sem að einhverju leyti kunna að vega upp óhagræðið af því að byrja eldri í háskóla. Það að kynnast launavinnu er ekki síður þroskandi en fjölmörg af þeim fögum sem börnum og unglingum þurfa að stunda. En sé gengið út frá því að heppilegt sé að íslensk ungmenni útskrifist að jafnaði nítján ára úr framhaldsskóla þá vaknar sú spurning hvernig best væri að koma því við. Menntamálaráðherra hefur valið að leggja til að námstími í framhaldsskólum verði styttur úr fjórum árum í þrjú. Framhaldsskólarnir undirbúa fólk á markvissan hátt undir áframhaldandi nám auk þess sem þeir eru vettvangur þar sem fólk tekur út mikilvægan persónulegan þroska. Í menntaskólum breytast börn í fullorðna og á þeim árum myndar fólk oftlega tengsl sem fylgja þeim ævilangt. Hið mikilvæga félagslega hlutverk framhaldsskóla verður að vera tekið með í myndina við ákvörðun um hvort ungmennum sé hollara að verja einu ári skemur þar. Í umræðum um styttingu náms til stúdentsprófs hefur ekki borið á því að til standi að draga úr námsefni. Þess í stað á að nýta tíma ungmennana betur. Þetta er klárlega forgangsmál. En er ekki óhætt að setja spurningamerki við það að tímasóun í kennslustofum sé meiri í framhaldsskólum en grunnskólum? Það er í það minnsta tilfinning þess sem þetta ritar að fúsk og droll sé mun meira vandamál í grunnskólum heldur en framhaldsskólum. Þarfir nemenda í grunnskóla eru miklum mun misjafnari heldur en þegar í framhaldsskóla er komið. Þegar fólk velur framhaldsskóla hefur það jafnan gert sér grein fyrir því hvort það hafi áhuga á miklu bóknámi eða vilji undirbúa sig undir önnur störf. Framhaldsskólarnr geta því gert meiri kröfur til nemenda heldur en grunnskólarnir. Þar að auki er það svo að nemendur sem hafa gott lag á bóknámi upplifa margir grunnskólann, og þá sérstaklega síðari stig hans, sem óáhugaverðan og óögrandi. Slíkt getur verið mannskemmandi. Væri ekki ráð að skoða hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs út frá þörfum ólíkra hópa? Það væri til að mynda hægt að ímynda sér að börn með mikla bóknámsgáfu geti sótt um í framhaldsskólum eftir áttunda eða níunda bekk og geti tekið stöðupróf við lok hvors árs. Þeir sem ætla í bóknám gætu þá farið í framhaldsskóla ári yngri en nú er. Þeir nemendur sem þurfa að styrkja grunnþekkingu sína gætu tekið eitt til tvö ár í viðbót á grunnskólastiginu áður en þeir sækja um í framhaldsskóla. Það er að minnsta kosti umhugsunarefni hvort enn meira valfrelsi gæti ekki þjónað samam markmiði og valdboðin stytting á námi í öllum framhaldsskólum. Og vera má að í þessu máli eins og svo mörgum árum sé aukið frelsi og sveigjanleiki líklegri til árangurs en það að reyna að steypa sem flesta í sama mót. thkjart@frettabladid.is
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun