Flugeldasýning á Brúnni 8. mars 2005 00:01 Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda. Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira
Chelsea er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan sigur á Barcelona, 4–2, í einhverjum eftirminnilegasta leik síðari ára. Eiður Smári átti fínan leik og skoraði fyrsta mark leiksins. Leikur Chelsea og Barcelona á Stamford Bridge í gær fer klárlega í sögubækurnar enda var hann stórkostleg skemmtun frá upphafi til enda. Einu sinni sem oftar var það Jose Mourinho sem fagnaði að lokum.Leikmenn Barcelona höfðu gert lítið úr sóknarleik Chelsea fyrir leikinn og sögðust ekki hafa mætt eins slöku sóknarliði í háa herrans tíð. Leikmenn Chelsea tóku þær yfirlýsingar greinilega persónulega því þeir mættu ótrúlega grimmir til leiks. Þeir djöfluðust í leikmönnum Barcelona úti um allan völl og sóttu af mikilli ákefð og hraða.Pressa og grimmd Chelsea bar árangur strax á 9. mínútu þegar Mateja Kezman átti frábæra sendingu í teiginn á Eið Smára, sem sneri varnarmann Barcelona af sér og lagði boltann í netið. Staðan 1–0, sem hefði dugað leikmönnum Chelsea til þess að komast áfram, en þeir voru ekki saddir. Þeir héldu áfram að þjarma að Börsungum og Frank Lampard skoraði af stuttu færi á 17. mínútu er hann hirti frákast af skoti Joes Cole. Aðeins tveim mínútum síðar bætti Damien Duff við þriðja marki Chelsea eftir að hann hafði fengið góða stungusendingu frá Joe Cole. Héldu margir að leikmenn Barcelona myndu gefast upp en því fór víðs fjarri. Ronaldinho minnkaði muninn úr vítaspyrnu eftir að Paulo Ferreira hafði handleikið knöttinn innan teigs. Hann skoraði svo aftur sjö mínútum fyrir leikhlé með stórskemmtilegu táskoti fyrir utan teig. Síðari hálfleikur var dramatískur í meira lagi. Bæði lið komust nærri því að skora en þrátt fyrir mikil læti við mörk beggja liða var aðeins eitt mark skorað í síðari hálfleik. Það gerði fyrirliði Chelsea, John Terry, með glæsilegum skalla eftir hornspyrnu Damiens Duff. Eiður Smári fór af velli á 79. mínútu undir dynjandi lófataki áhorfenda.
Enski boltinn Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Skilur stress þjóðarinnar betur Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Sjá meira