Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn 10. mars 2005 00:01 Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fréttamenn á fréttastofu Útvarpsins ræða nú að segja upp störfum, allir sem einn, verði ekki horfið frá ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra. Þá ætla þeir að kanna lagagrundvöll fyrir því hvort hægt sé að kæra ráðningu hans. Þetta sagði Jón Gunnar Grjetarsson, formaður Félags fréttamanna útvarpsins, í gærkvöld að loknum fundi stjórnar félagsins. Stjórnin hefur boðað til félagsfundar í hádeginu í dag, þar sem fulltrúi Bandalags háskólamanna mun mæta. Þar verður farið yfir réttarstöðu fréttamannanna og ýmis lagaleg atriði vegna ráðningar Auðuns Georgs. "Við munum meðal annars fara yfir það hver réttarstaða okkar er gagnvart skerðingu eða röskun á fréttaútsendingum, sem við viljum helst ekki að hlustendur okkar þurfi að verða fyrir," sagði Jón Gunnar. "Jafnframt munum við skoða lagalega stöðu okkar ef til uppsagna kemur. Menn eru að ræða þann möguleika sem einn af nokkrum. Það er enginn bilbugur á okkur." "Þeir atburðir sem hér hafa orðið eru með þeim ólíkindum að mér hefði aldrei komið til hugar að þetta gæti gerst," sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins. "Ástandið er engu líkt og ég man ekki eftir öðru eins þó hef ég verið hér í hartnær 30 ár," sagði hann og bætti við að hann þyrði engu að spá um framtíðina. Einörð andstaða fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins gegn ráðningu Auðuns Georgs leiddi til tíðra fundahalda og þess að fréttatímar gengu úr skorðum í gær. Fréttamennirnir samþykktu vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra og starfsmannafundur samþykkti áskorun um að útvarpsstjóri endurskoðaði ákvörðun sína um ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Fréttamenn biðu lengi dags í gær viðbragða útvarpsstjóra og nýráðins fréttastjóra við ályktunum og áskorunum, en þeir létu hvorugur ná í sig. Auðun Georg vildi ekki tjá sig um málið við Fréttablaðið í gærkvöldi og ekki náðist Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira