Hláturinn lengir lífið Guðmundur Magnússon skrifar 16. mars 2005 00:01 Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Vísindin efla alla dáð. Og þau leysa á endanum allar ráðgátur. Nú hafa þau til dæmis nýskeð svarað þeirri áleitnu spurningu hvers vegna aldrað fólk er alltaf svona glatt í geði. Hver er skýringin á því að við sjáum svo til eingöngu brosmild andlit á elliheimilum? Jú, samkvæmt frásögn vísindafréttaritsins New Scientist fyrir nokkrum dögum er skýringin sú að þetta fólk hefur alla sína ævi verið létt í lund og hlegið reglulega af hjartans lyst. Þegar við svipumst um og undrumst að sjá hvergi aldraða með önugan svip er ástæðan sú að þeir eru flestir hrokknir upp af. Það lengir nefnilega lífið umtalsvert að hlæja og hafa gaman af tilverunni. Þetta er svosem ekki ný uppgötvun. Alþýðuspekin í málshættinum segir: "Hláturinn lengir lífið". Og þegar fræðimaðurinn Michael Miller við læknisfræðimiðstöð Maryland-háskóla fór að grafast fyrir um hvort þessi speki væri á rökum reist komst hann að því að svo er. Í mikilli rannsóknarritgerð sýnir hann fram á að hlátur auki blóðstreymi um líkamann og fái okkur til að slaka á. Hann ályktar að góður hlátur sé ígildi reglulegrar líkamsræktar. "Þrjatíu mínútur af líkamsrækt þrisvar í viku og fimmtán mínútur af hjartanlegum hlátri á hverjum degi" - þetta er uppskriftin að langlífi samkvæmt niðurstöðu Miller. Grein hans í heild má lesa í New Scientist 12. mars sl. Við Íslendingar þurftum svo sem ekkert að láta amerískan vísindamann segja okkur þetta. Hér eru starfandi samtök sem halda úti frábærri vefsíðu, hlatur.is, og er markmið þeirra eftirfarandi: - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á öllum aldursskeiðum! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs og húmors í uppeldi barna og unglinga! - að opna augu hjóna/sambýlisfólks fyrir mikilvægi hláturs á heimilum! - að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að hlæja með öldruðu fólki! - að opna augu fólks fyrir mikilvægi hláturs á vinnustöðum! - að hvetja alla til að hlæja meira í daglegu lífi! - að taka þátt í að kynna nýjustu rannsóknir á hlátri og húmor! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor sem fyrirbyggjandi lífsmáta! - að taka þátt í fræðslu um hlátur og húmor í meðferðarskyni! - að taka virkan þátt í að kynna hláturjóga fyrir landsmönnum! - að vekja athygli fólk á mikilvægi þess að hlæja á erfiðum tímum! - að standa fyrir árlegri hlátursmiðju með vel þekktum hláturvísindamönnum! Og ekki væri nú verra ef einhverjir lesendur gaukuðu að okkur skemmtilegum bröndurum hér að neðan. Orðið er laust.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar