Hvenær mun maður drepa mann? Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. mars 2005 00:01 Offramboð á rangnefndum "raunveruleikasjónvarpsþáttum" og vinsældir þeirra í sjónvarpi hljóta að fara að vekja alvarlegar spurningar um siðferðiskennd Íslendinga og annarra Vesturlandabúa sem kokgleypa þessa vitleysu sem er sprottin upp úr rotþróm amerískrar dægurmenningar. Vinsælasti og þekktasti þátturinn í raunveruleikasjónvarpinu er óumdeilanlega Survivor sem Skjár einn hefur sýnt við miklar vinsældir. Uppskriftin að þeim þætti er orðin ansi þreytt en enn endist fólk samt til þess að fylgjast með einhverju hyski reyna að komast af á eyðieyjum, leysa þrautir og svíkja hvert annað til þess að læsa klónum í miljón dollara verðlaunaféð sem hlotnast þeim sem stendur einn uppi sem sigurvegari.Survivor er einna meinleysislegasta tegund "raunveruleikasjónvarpsþátta" þó hann sigli undir sama falska flaggi og annað dót sem er sett undir þennan hatt en það er auðvitað galið að reyna að selja Survivor sem einhvers konar veruleika. Þættirnir eru þræl "pródúseraðir", sömu senurnar eru margteknar og svo er efnið sorterað, valið og klippt þannig að eftir stendur sýndarraunveruleiki sem með "listrænni blekkingu" er framreiddur sem fúlasta alvara.Vont versnarAmerica´s Next Top Model er öllu skuggalegri útfærsla á Survivor hugmyndinni en þar er ungum konum kennt að selja líkama sinn með skyndinámskeiðum í kynferðislegum stellingum og melluglottum. Ekki tekur svo betra við í The Bachelor og Bachelorette þar sem um það bil 20 konur eru leiddar undir ríkan griðung og látnar berjast um að fara með kauða upp að altarinu eða öfugt. Það eina sem er raunverulegt við þessa þætti er að á ferðinni er dulbúið vændi. Þetta ætti að vera nógu slæmt en Kaninn getur alltaf toppað sig í vitleysunni og siðleysinu þó hámarkinu hljóti fljótlega að verða náð með tilkomu Extreme Makeover og The Swan þar sem fólki, sem glímir við andleg mein tengd meintum útlitsgöllum sem samræmast ekki stöðluðu fegurðarskyni nútímans, er gefinn kostur á að umbreyta sér með lýtaaðgerðum.The Swan gengur lengst í þessari firru en þar keppa "ófríðar" konur um það hver þeirra verður flottust með brjóstastækkunum, fitusogi og lýtaaðgerðum sem felast aðallega í því að mölbrjóta andlit þeirra, kinnbein og nef og byggja upp á nýtt.Íslendingar hafa rembst við að gera sínar útgáfur af þessum bjánaþáttum og nægir að nefna fegurðarbrölt Ruthar Reginalds á Stöð 2 sem hratt af stað heitum deilum um siðferðisskildur lýtalækna. Það dæmi floppaði en nú hefur Skjár einn teflt fram Heiðari snyrti ásamt húsmæðraskólakennara til þess að taka íslenska skítalabba í gegn og kenna þeim að klæða sig og taka til í kringum sig. Hver vill missa af þessu sjónvarpsefni? Þetta er bæði áhugavert, spennandi og síðast en ekki síst svo ofboðslega raunverulegt.Allt í plati Raunveruleikasjónvarpið á nefnilega að sýna "venjulegt folk í óvenjulegum aðstæðum". Merkilegt. Þetta var eitt helsta viðfangsefni spennumyndakóngsins Alfreds Hitchcock. Myndirnar hans voru bara ekta framleiðsla, þar sem leikarar túlkuðu Jón og Gunnu í undarlegum aðstæðum og ég fæ ekki betur séð en að raunveruleikasjónvarpið lúti sömu lögmálum, að flestu leyti, nema auðvitað að þar túlka venjulegir leppalúðar sjálfa sig við undarlegar aðstæður. Afþreyingu á nefnilega að framleiða. Hún hefur alltaf verið framleidd og verður alltaf framleidd, óháð því hvort markhópurinn sé gluggagægirinn innra með okkur eða ekki. Það eina sem þessi súra "raunveruleika"-tenging hefur umfram alvöru tilbúna afþreyingu er að það sendir skýr skilaboð til dofinna sjónvarpsáhorfenda að það sé allt í lagi að gera hvað sem er fyrir peninga, kynlíf eða augnabliks frægð og nokkra dálksentimetra í Séð og Heyrt.Stephen King skrifaði árið 1982 söguna The Running Man, en þar segir frá samnefndum sjónvarpsþætti sem gengur út á það að þátttakendur eiga að reyna að komast lífs af, hundeltir af þrautþjálfuðum morðingjum. Myndavélar eru úti um allar trissur, svona eins og í kvikmyndinni The Truman Show og áhorfið eykst jafnt og þétt eftir því sem hringurinn þrengist utan um dauðadæmdan flóttamanninn. Yrði það ekki alveg magnað ef þessi hugmynd Kings að hrollvekju yrði að raunveruleika í raunveruleikasjónvarpi, þegar Survivor hefur gengið sér til húðar og það verður búið að misbjóða þátttakendum í The Swan og álíka þáttum svo gjörsamlega andlega og líkamlega að það er ekkert eftir nema að myrða þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Offramboð á rangnefndum "raunveruleikasjónvarpsþáttum" og vinsældir þeirra í sjónvarpi hljóta að fara að vekja alvarlegar spurningar um siðferðiskennd Íslendinga og annarra Vesturlandabúa sem kokgleypa þessa vitleysu sem er sprottin upp úr rotþróm amerískrar dægurmenningar. Vinsælasti og þekktasti þátturinn í raunveruleikasjónvarpinu er óumdeilanlega Survivor sem Skjár einn hefur sýnt við miklar vinsældir. Uppskriftin að þeim þætti er orðin ansi þreytt en enn endist fólk samt til þess að fylgjast með einhverju hyski reyna að komast af á eyðieyjum, leysa þrautir og svíkja hvert annað til þess að læsa klónum í miljón dollara verðlaunaféð sem hlotnast þeim sem stendur einn uppi sem sigurvegari.Survivor er einna meinleysislegasta tegund "raunveruleikasjónvarpsþátta" þó hann sigli undir sama falska flaggi og annað dót sem er sett undir þennan hatt en það er auðvitað galið að reyna að selja Survivor sem einhvers konar veruleika. Þættirnir eru þræl "pródúseraðir", sömu senurnar eru margteknar og svo er efnið sorterað, valið og klippt þannig að eftir stendur sýndarraunveruleiki sem með "listrænni blekkingu" er framreiddur sem fúlasta alvara.Vont versnarAmerica´s Next Top Model er öllu skuggalegri útfærsla á Survivor hugmyndinni en þar er ungum konum kennt að selja líkama sinn með skyndinámskeiðum í kynferðislegum stellingum og melluglottum. Ekki tekur svo betra við í The Bachelor og Bachelorette þar sem um það bil 20 konur eru leiddar undir ríkan griðung og látnar berjast um að fara með kauða upp að altarinu eða öfugt. Það eina sem er raunverulegt við þessa þætti er að á ferðinni er dulbúið vændi. Þetta ætti að vera nógu slæmt en Kaninn getur alltaf toppað sig í vitleysunni og siðleysinu þó hámarkinu hljóti fljótlega að verða náð með tilkomu Extreme Makeover og The Swan þar sem fólki, sem glímir við andleg mein tengd meintum útlitsgöllum sem samræmast ekki stöðluðu fegurðarskyni nútímans, er gefinn kostur á að umbreyta sér með lýtaaðgerðum.The Swan gengur lengst í þessari firru en þar keppa "ófríðar" konur um það hver þeirra verður flottust með brjóstastækkunum, fitusogi og lýtaaðgerðum sem felast aðallega í því að mölbrjóta andlit þeirra, kinnbein og nef og byggja upp á nýtt.Íslendingar hafa rembst við að gera sínar útgáfur af þessum bjánaþáttum og nægir að nefna fegurðarbrölt Ruthar Reginalds á Stöð 2 sem hratt af stað heitum deilum um siðferðisskildur lýtalækna. Það dæmi floppaði en nú hefur Skjár einn teflt fram Heiðari snyrti ásamt húsmæðraskólakennara til þess að taka íslenska skítalabba í gegn og kenna þeim að klæða sig og taka til í kringum sig. Hver vill missa af þessu sjónvarpsefni? Þetta er bæði áhugavert, spennandi og síðast en ekki síst svo ofboðslega raunverulegt.Allt í plati Raunveruleikasjónvarpið á nefnilega að sýna "venjulegt folk í óvenjulegum aðstæðum". Merkilegt. Þetta var eitt helsta viðfangsefni spennumyndakóngsins Alfreds Hitchcock. Myndirnar hans voru bara ekta framleiðsla, þar sem leikarar túlkuðu Jón og Gunnu í undarlegum aðstæðum og ég fæ ekki betur séð en að raunveruleikasjónvarpið lúti sömu lögmálum, að flestu leyti, nema auðvitað að þar túlka venjulegir leppalúðar sjálfa sig við undarlegar aðstæður. Afþreyingu á nefnilega að framleiða. Hún hefur alltaf verið framleidd og verður alltaf framleidd, óháð því hvort markhópurinn sé gluggagægirinn innra með okkur eða ekki. Það eina sem þessi súra "raunveruleika"-tenging hefur umfram alvöru tilbúna afþreyingu er að það sendir skýr skilaboð til dofinna sjónvarpsáhorfenda að það sé allt í lagi að gera hvað sem er fyrir peninga, kynlíf eða augnabliks frægð og nokkra dálksentimetra í Séð og Heyrt.Stephen King skrifaði árið 1982 söguna The Running Man, en þar segir frá samnefndum sjónvarpsþætti sem gengur út á það að þátttakendur eiga að reyna að komast lífs af, hundeltir af þrautþjálfuðum morðingjum. Myndavélar eru úti um allar trissur, svona eins og í kvikmyndinni The Truman Show og áhorfið eykst jafnt og þétt eftir því sem hringurinn þrengist utan um dauðadæmdan flóttamanninn. Yrði það ekki alveg magnað ef þessi hugmynd Kings að hrollvekju yrði að raunveruleika í raunveruleikasjónvarpi, þegar Survivor hefur gengið sér til húðar og það verður búið að misbjóða þátttakendum í The Swan og álíka þáttum svo gjörsamlega andlega og líkamlega að það er ekkert eftir nema að myrða þá?
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun