Hvar er Vilmundur nútímans Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 22. mars 2005 00:01 Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Löglegt en siðlaust er án efa frægustu orð Vilmundar Gylfasonar. Þetta eru orð sem tekin hafa verið upp af fjölmörgum síðan þegar verið er að vísa til þess að stjórnvaldsákvarðanir séu á gráu svæði. Það getur verið að þær séu löglegar, en það er ekki þar með sagt að þær séu boðlegar, að þær séu réttar. Ekki eru allir sammála um það út á hvað stjórnmál ganga. Varsla hagsmuna er ein hugmyndin. En þá á eftir að svara því til hagsmuna hverra á að vera að gæta. Ákveðinna einstaklinga, hópa eða heildarinnar? Kenning hans byggðist á því að ef hagsmunir einstaklinga fái að þrífast innan stjórnmálanna, leiði það bara af sér spillingu og vörslu eiginhagsmuna. Ekki hagsmuna þjóðarinnar. Heimspekingurinn Hannah Arendt tók þetta upp og fjallaði nokkuð um hvernig hagsmunir, sem á ensku útleggst interest og ætti í raun að lesa inter est, það sem kemur á milli. Hagsmunir væru það sem klífur þjóðina, á meðan stjórnmál eiga að sameina okkur. Stjórnmál eigi að vera fyrir ofan hagsmuni hafin, að segja til um reglur samfélagsins og hvers konar þjóðfélag við viljum. Framkvæmdavaldið, sem löggjafarvaldið hefur svo umsjón með, getur svo atað sína fingur með því að potast í hinu einstaka. Hugmyndir Rousseau og Arendt eru um margt ólíkar. Þær eiga það þó sameiginlegt að samrýmast varla hugmyndum nútímans um tilgang stjórnmála. Þessar hugmyndir þeirra þykja oft of einfaldar til að vera raunverulega framkvæmanlegar. Samt sem áður hefur okkur tekist, með lagabreytingum, með einkavæðingu, með eftirlitsstofnunum, að reyna að færa hagsmunavörsluna ekki bara út frá alþingi heldur einnig úr klóm framkvæmdavaldsins. Það er ekki lengur í hendi stjórnmálamanna að ákveða hver fær lán, hver má flytja hvað úr landi eða hver má eiga fyrirtæki. Með þessum breytingum, og öðrum sem sjálfsagðar þykja í dag, hefur möguleikum stjórnmálamanna til að stunda hagsmunapot fyrir einstaklinga minnkað. Ef þú hefur hugmynd um fyrirtæki sem þig langar til að stofna, hefurðu fyrst samband við þingmanninn þinn? Flestir svara þessu í dag neitandi, enda óljóst hvernig þingmaðurinn getur hjálpa þér. Enn er eitthvað um að fólk hringi í þingmenn sína til að aðstoða sig í einstökum málum. Að fá þingmennina til að potast í því sem þeim kemur í raun ekki við. Stjórnmálamenn eiga að vasast í hinu almenna. Setja reglur sem allir fara eftir. Þeir eiga ekki að vera að vasast í hinu einstaka. Þrátt fyrir óskir umbjóðenda þeirra þar um. Fram hafa komið hugmyndir um að vegna þess að möguleikar stjórnmálamanna til þess að sinna sértækum hagsmunum eru að minnka, reyna þeir að heimta til baka það sem þeir hafa gefið frá sér. Því er sagt að þeir séu að reyna að stjórnmálavæða stofnanir sem áður voru utan átaka stjórnmálanna. Stofnanir eins og Hæstiréttur, Ríkisútvarpið og Háskólinn. Í stað þess að fagna því að þeir hafi minna að gera með minnkandi umsvifum, er gripið til þess að beita völdum og áhrifum þar sem enn eru möguleikar til þess. Það var útfrá þessari nýju stjórnmálavæðingu sem Ómar H. Kristmundsson, lektor í opinberri stjórnsýslu, sagði á fundi Félags stjórnmálafræðinga á laugardag að pólitískum ráðningum hafi fjölgað undanfarin ár og sagði mögulega skýringu löng valdaseta núverandi stjórnvalda. Hann sagði eftirlit komið með stofnunum og lögum, en það vantaði hugarfarsbreytingu og kallaði eftir umræðu um siðbót stjórnmálamanna. Umræðu líkri þeirri sem Vilmundur Gylfason kallaði eftir á árum áður. Svanborg Sigmarsdóttir svanborg@frettabladid.is
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun