Afvegaleiddur aðstoðarritstjóri Páll Magnússon skrifar 28. mars 2005 00:01 Sem betur fer eru margir metnaðarfyllri og aðgangsharðari blaðamenn á Fréttablaðinu en Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri, virðist vera. Annars væri illa fyrir því komið. Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Eftir að hafa tekið uppspuna Einars S. Einarssonar, um gang mála við komu Bobbys Fischers til landsins, góðan og gildan - þrátt fyrir að hann hafi verið marghrakinn af öllum sem til þekktu - heldur Jón Kaldal því fram án rökstuðnings, að tiltekinn fréttamaður Stöðvar 2 hafi logið að áhorfendum. Nú ég veit með fullri vissu að það gerði fréttamaðurinn auðvitað ekki. Eftir stendur þessi ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðing Jóns Kaldals, sem sjálf þverbrýtur einmitt þá 1.grein siðareglna Blaðamannafélagsins, sem vitnað er til í leiðaranum. Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki. Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því? Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari? Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Sem betur fer eru margir metnaðarfyllri og aðgangsharðari blaðamenn á Fréttablaðinu en Jón Kaldal, aðstoðarritstjóri, virðist vera. Annars væri illa fyrir því komið. Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var. Eftir að hafa tekið uppspuna Einars S. Einarssonar, um gang mála við komu Bobbys Fischers til landsins, góðan og gildan - þrátt fyrir að hann hafi verið marghrakinn af öllum sem til þekktu - heldur Jón Kaldal því fram án rökstuðnings, að tiltekinn fréttamaður Stöðvar 2 hafi logið að áhorfendum. Nú ég veit með fullri vissu að það gerði fréttamaðurinn auðvitað ekki. Eftir stendur þessi ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðing Jóns Kaldals, sem sjálf þverbrýtur einmitt þá 1.grein siðareglna Blaðamannafélagsins, sem vitnað er til í leiðaranum. Tvennt í viðbót: Jón Kaldal telur það hafa verið mikinn ljóð á ráði undirritaðs þetta kvöld , að "Hann stígur inn í atburði .....í stað þess að standa fyrir utan þá og flytja af þeim fréttir". Má það ekki? Mátti t.d. Árni Snævarr ekki "stíga inn í" og trufla einhverskonar móttökuathöfn fyrir kínverskan ráðamann hér um árið og spyrja hann um mannréttindamál í Kína? Jú, hann bæði mátti og átti að gera það. Fréttamenn bæði mega og eiga nefnilega að "stíga inn í atburði" ef svo ber undir, þótt ég hafi reyndar ekki gert það á flugvellinum eins og Jón Kaldal heldur fram. Og til allrar hamingju hafa blaðamenn Fréttablaðsins margoft haft í sér döngun til að "stíga inn í atburði", þótt aðstoðarritstjórinn hafi hana ekki. Og svo segist Jón Kaldal "...nánast orðlaus" yfir þeim gjörningi "...að nýta sér kostun Baugs (aðaleiganda þess fjölmiðlafyrirtækis sem Páll starfar fyrir) á einkaþotu undir Fischer, til að skapa sér forskot á frétt...". Ég spyr enn: má það ekki? Ef Fréttablaðinu hefði t.d. boðist sæti fyrir ljósmyndara í flugvélinni sem flutti Fischer til landsins - og þannig fengið forskot á önnur blöð - hefði þá Jón Kaldal hafnað því? Allir alvöru fréttamiðlar hefðu auðvitað nýtt sér slíkan möguleika, og t.d. spurðist ágætur fréttamaður Ríkissjónvarpsins fyrir um það hvort hann gæti fengið sæti í vélinni. Eða á að skilja orð Jóns Kaldals sem svo, að Stöð 2 mátti ekki þiggja farið með vélinni af því að það var einmitt Baugur sem kostaði hana? Hefðum við mátt það ef t.d. KB-banki eða Landsbankinn hefðu kostað hana? Þá verð ég að upplýsa aðstoðarritstjórann um það grundvallaratriði, að eignarhald Baugs á Stöð 2 hefur engin áhrif á umgengni eða umfjöllun fréttastofunnar um það fyrirtæki. Það sem er í lagi gagnvart t.d. Landsbankanum er í lagi gagnvart Baugi - og öfugt. En úr því að Jón Kaldal er svona beyglaður af þessu eignarhaldi verður hann að upplýsa lesendur Fréttablaðsins um hvaða áhrif það hefur á umgengni og umfjöllun blaðsins um Baug. Er hún meiri eða minni? Jákvæðari eða neikvæðari? Satt best að segja finnst mér að Jón Kaldal ætti af umhyggju fyrir sjálfsmynd sinni sem blaðamaður að reyna að gleyma því sem fyrst að hafa skrifað þennan leiðara. Svo ætti Jón að sjá sóma sinn í því að biðja fyrrnefndan fréttamann afsökunar á að hafa vænt hann um lygi. Ég reikna hins vegar ekki með því að Jón Kaldal geri það - og hafi hann þá skömm fyrir.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun