Fischer ekki framseldur 30. mars 2005 00:01 Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi og hefur það þegar verið gert af hálfu embættisins en að öðru leyti var erindið sent til dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu, sem barst á tölvupósti, var látið í það skína að hugsanlega verði farið fram á að Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Fréttamenn sem biðu fregna af ríkisstjórnarfundi í morgun hittu á James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, sem var á leið af fundi við starfsmann ráðuneytisins. Hann og Davíð Oddsson virðast sammála um vera ósammála um mál Fischers og að það komi ekki til með að spilla góðu vináttusambandi þjóðanna. Sendiherrann sagði litið svo á að Fischer sé á flótta undan bandarískri réttvísi og að aðgerðir íslenskra stjórnvalda valdi Bandaríkjamönnum heilabrotum. Sendiherrann sagði bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa ýmis mál Fischer til skoðunar en segist ekki hafa heimild til að gefa upp hvers kyns mál það eru. Hann sagði íslensku ríkisstjórnina lengi hafa verið kunnugt um vonbrigði með tilboðið um dvalarleyfið, og þá segi það sig eiginlega sjálft varðandi ríkisborgararéttinn. „Þessu hefur verið komið til skila eftir eðlilegum samskiptaleiðum ríkjanna,“ sagði Gadsden og bætti við að enn ríkti vinátta á milli þjóðanna. Davíð Oddsson segir álit bandarískra stjórnvalda á nýjum ríkisborgararétti Fischers engu breyta. Það sé ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Þá segir hann ummæli Fischers um gyðinga vera óásættanleg en fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi. Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi og hefur það þegar verið gert af hálfu embættisins en að öðru leyti var erindið sent til dómsmálaráðuneytisins. Í erindinu, sem barst á tölvupósti, var látið í það skína að hugsanlega verði farið fram á að Fischer verði framseldur til Bandaríkjanna. Fréttamenn sem biðu fregna af ríkisstjórnarfundi í morgun hittu á James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna, sem var á leið af fundi við starfsmann ráðuneytisins. Hann og Davíð Oddsson virðast sammála um vera ósammála um mál Fischers og að það komi ekki til með að spilla góðu vináttusambandi þjóðanna. Sendiherrann sagði litið svo á að Fischer sé á flótta undan bandarískri réttvísi og að aðgerðir íslenskra stjórnvalda valdi Bandaríkjamönnum heilabrotum. Sendiherrann sagði bandaríska dómsmálaráðuneytið hafa ýmis mál Fischer til skoðunar en segist ekki hafa heimild til að gefa upp hvers kyns mál það eru. Hann sagði íslensku ríkisstjórnina lengi hafa verið kunnugt um vonbrigði með tilboðið um dvalarleyfið, og þá segi það sig eiginlega sjálft varðandi ríkisborgararéttinn. „Þessu hefur verið komið til skila eftir eðlilegum samskiptaleiðum ríkjanna,“ sagði Gadsden og bætti við að enn ríkti vinátta á milli þjóðanna. Davíð Oddsson segir álit bandarískra stjórnvalda á nýjum ríkisborgararétti Fischers engu breyta. Það sé ekki heimilt að framselja íslenska ríkisborgara. Þá segir hann ummæli Fischers um gyðinga vera óásættanleg en fyrir íslensk stjórnvöld sé þetta eingöngu mannúðarmál.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira