NBA í nótt 4. apríl 2005 00:01 Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns halda sínu striki og stefna á að ná efsta sæti deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, en liðið lagði Houston Rockets í nótt 91-78. Hjá Phoenix var Shawn Marion atkvæðamestur með 23 stig og 18 fráköst, en hann hefur farið mikinn undanfarið. Minnesota liðið er að rétta úr kútnum og vann mikilvægan sigur á Sacramento í nótt 112-100, en þeir eru í harðri keppni um að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppninni eftir afar dapurt gengi á leiktíðinni. Kevin Garnett var allt í öllu hjá Minnesota eins og oft áður og skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst. Lið Golden State Warriors hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að þeir fengu til sín leikstjórnandan Baron Davis og sigrðu sterkt lið Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 101-92. Liðið hefur nú unnið 12 af 19 leikjum síðan Davis kom til liðsins og þó að liðið sé út úr myndinni í úrslitakeppninni, lofar koma hans góðu fyrir næsta ár. Philadelphia 76ers eru í hörkukeppni um sæti í úrslitakeppninni austanmegin og þeir unnu gríðarlega mikilvægan sigur á heitu liði Boston Celtics í nótt, 97-93 þar sem Allen Iverson skoraði 38 stig og gaf 9 stoðsendingar. Cleveland Cavaliers sigruðu Dallas nokkuð örugglega 100-80, en leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í gærkvöldi. LeBron James var besti maður vallarins og skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst. Indiana Pacers hafa ekki sagt sitt síðasta þó liðið hafi orðið fyrir hverju stóráfallinu á fætur öðru í vetur og í nótt lögðu þeir Washington Wizards 79-76. Milwaukee Bucks afstýrðu níunda tapi sínu í röð þegar þeir lögðu New York Knicks 106-102. Michael Redd var bestur í liði Bucks með 32 stig. Los Angeles Lakers steinlágu fyrir Memphis Grizzlies 102-82 og eru endanlega dottnir út úr myndinni í úrslitakeppninni. Ekki bætti úr skák að Kobe Bryant gat lítið leikið vegna meiðsla sem tóku sig upp á ný hjá honum, en áður hafði liðið þurft að setja Lamar Odom á meiðslalistann og ljóst að hann leikur ekki mikið meira með liðinu á leiktíðinni, sem lýkur fljótlega. Körfubolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Mestaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix Suns halda sínu striki og stefna á að ná efsta sæti deildarinnar fyrir úrslitakeppnina, en liðið lagði Houston Rockets í nótt 91-78. Hjá Phoenix var Shawn Marion atkvæðamestur með 23 stig og 18 fráköst, en hann hefur farið mikinn undanfarið. Minnesota liðið er að rétta úr kútnum og vann mikilvægan sigur á Sacramento í nótt 112-100, en þeir eru í harðri keppni um að tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppninni eftir afar dapurt gengi á leiktíðinni. Kevin Garnett var allt í öllu hjá Minnesota eins og oft áður og skoraði 37 stig og hirti 13 fráköst. Lið Golden State Warriors hefur heldur betur rétt úr kútnum eftir að þeir fengu til sín leikstjórnandan Baron Davis og sigrðu sterkt lið Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 101-92. Liðið hefur nú unnið 12 af 19 leikjum síðan Davis kom til liðsins og þó að liðið sé út úr myndinni í úrslitakeppninni, lofar koma hans góðu fyrir næsta ár. Philadelphia 76ers eru í hörkukeppni um sæti í úrslitakeppninni austanmegin og þeir unnu gríðarlega mikilvægan sigur á heitu liði Boston Celtics í nótt, 97-93 þar sem Allen Iverson skoraði 38 stig og gaf 9 stoðsendingar. Cleveland Cavaliers sigruðu Dallas nokkuð örugglega 100-80, en leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í gærkvöldi. LeBron James var besti maður vallarins og skoraði 37 stig og hirti 10 fráköst. Indiana Pacers hafa ekki sagt sitt síðasta þó liðið hafi orðið fyrir hverju stóráfallinu á fætur öðru í vetur og í nótt lögðu þeir Washington Wizards 79-76. Milwaukee Bucks afstýrðu níunda tapi sínu í röð þegar þeir lögðu New York Knicks 106-102. Michael Redd var bestur í liði Bucks með 32 stig. Los Angeles Lakers steinlágu fyrir Memphis Grizzlies 102-82 og eru endanlega dottnir út úr myndinni í úrslitakeppninni. Ekki bætti úr skák að Kobe Bryant gat lítið leikið vegna meiðsla sem tóku sig upp á ný hjá honum, en áður hafði liðið þurft að setja Lamar Odom á meiðslalistann og ljóst að hann leikur ekki mikið meira með liðinu á leiktíðinni, sem lýkur fljótlega.
Körfubolti Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Mestaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Í beinni: Haukar - Fram | Nú mætast stálin stinn Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Hætt eftir drónaskandalinn Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira