Skortir allt hugrekki í íslenska dagskrárgerð? Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 6. apríl 2005 00:01 Svonefndir "format" þættir eru að verða vinsælasta sjónvarpsefnið í dag, en það eru þættir sem eru unnir upp úr erlendri fyrirmynd með keyptu leyfi frá erlendum framleiðslufyrirtækjum. Þetta hefur verið gagnrýnt og sagt að með þessu sé verið að gera lítið úr íslenskri dagskrárgerð. Lítið svigrúm sé fyrir ungt fólk að koma með ferskar hugmyndir þar sem sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki hugrekki til þess að framleiða þætti sem hugsanlega ná ekki vinsældum. Það þykir betra að veðja á öruggan hest og gera íslenska útgáfu af vinsælum erlendum þætti. Það hlýtur þó að teljast kostur að sjá íslenskar útgáfur af þáttum sem öðrum þræði myndu hellast yfir okkur á ensku. Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöð 2, sagði í viðtali við Fréttablaðið um helgina að þáttur eins og Idol væri íslenskur þrátt fyrir að vera unninn að erlendri fyrirmynd. "Í honum eru íslenskar hetjur með vonir, væntingar og vonbrigði." Það er rétt að mun skemmtilegra er að horfa á íslenska þátttakendur í stað bandarískra. Því verður hins vegar ekki neitað að blómaskeið ríkir í íslensku sjónvarpi um þessar mundir og mjög mikið magn af sjónvarpsefni á íslensku er í boði. Það væri einfaldlega of langt mál að fara telja upp alla þá þætti sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna en til þess að gæta hlutleysis má nefna Gísla Martein hjá RÚV, Fólk með Sirrý á SkjáEinum og Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Auk þessara þátta eru þrír dægurmálaþættir, tveir fréttatengdir umræðuþættir auk íþróttaþátta og svona mætti lengi telja. Leiknir íslenskir sjónvarpsþættir hafa hins vegar ekki verið áberandi í íslensku sjónvarpi (Svínasúpan, Fóstbræður og Spaugstofan eru ekki flokkaðir undir þessa tegund dagskrárgerðar enda byggja þeir á stuttum sketsum og hafa engan heilsteyptan söguþráð sem fylgt er eftir í næsta þætti). Þeir hafa heldur ekki gengið vel í landsmenn og hafa flestir dagað uppi, örfáir lifa í tvö ár. Þar að auki er slík dagskrárgerð mjög dýr og því koma þeir með mjög löngu millibili. Fyrir skömmu var þó frumsýnd ný íslensk þáttaröð, Reykjavíkurnætur. Þó sitt sýnist hverjum um gæði þessara þátta er um virðingarvert framtak að ræða. Þeir eru þó einnig gott dæmi um það reynsluleysi sem háir gerð leikinna framhaldsþátta í íslensku sjónvarpi. Leiðir kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar eru samofnar. Í sjónvarpinu getur ungt kvikmyndagerðarfólk fengið dýrmæta reynslu sem nýtist þeim síðar í framtíðinni. Það gæti síðan miðlað þessari reynslu sinni til næstu kynslóðar þannig að úr yrði hefð fyrir leiknu sjónvarpsefni. Þetta myndi síðan leiða til þess að sífellt fleiri væru um hituna í kvikmyndagerð enda hefði sjónvarpið þá alið af sér fólk með reynslu. En á meðan þessum hópi fólks er ekki sýndur áhugi er hætt við að það fari að bitna á íslenskri kvikmyndagerð sem hingað til hefur rekin á hugsjónarstarfi fárra manna. Sjónvarpsstöðvarnar ættu ef til vill að taka danskt sjónvarp sér til fyrirmyndar. Þeir hafa einbeitt sér að því að gera vandaða framhaldsþætti sem síðan hafa ratað hingað til lands og slegið í gegn: Nikolaj og Julia, Rejseholdet, Krónikan og síðast en ekki síst Örninn sem er sjötti vinsælasti þátturinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup í febrúar síðastliðnum. Þar fá ungir leikstjórar að spreyta sig á leikstjórn í sjónvarpi. Ekki er einn fastráðinn sem stýrir öllum þáttunum heldur fá nokkrir færi á að vinna með ákveðið efni innan ákveðins ramma. Þetta væri skipulag sem hægt væri að nýta sér hér á landi og þannig gefið einstaklingum, menntuðum í kvikmyndagerð, tækifæri til þess að nýta sér sína menntun. Það er umhugsunarvert að peningum skuli vera eytt í þýðingar á erlendum þáttum í stað al - íslenskrar þáttagerðar. Það er áhyggjuefni að einungis ein leikin íslensk þáttaröð skuli vera á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það eru þó fyrst og fremst slæm tíðindi að ungt kvikmyndagerðafólk, sem er að reyna koma sér á framfæri, fái engin tækifæri til þess.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Svonefndir "format" þættir eru að verða vinsælasta sjónvarpsefnið í dag, en það eru þættir sem eru unnir upp úr erlendri fyrirmynd með keyptu leyfi frá erlendum framleiðslufyrirtækjum. Þetta hefur verið gagnrýnt og sagt að með þessu sé verið að gera lítið úr íslenskri dagskrárgerð. Lítið svigrúm sé fyrir ungt fólk að koma með ferskar hugmyndir þar sem sjónvarpsstöðvarnar hafi ekki hugrekki til þess að framleiða þætti sem hugsanlega ná ekki vinsældum. Það þykir betra að veðja á öruggan hest og gera íslenska útgáfu af vinsælum erlendum þætti. Það hlýtur þó að teljast kostur að sjá íslenskar útgáfur af þáttum sem öðrum þræði myndu hellast yfir okkur á ensku. Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöð 2, sagði í viðtali við Fréttablaðið um helgina að þáttur eins og Idol væri íslenskur þrátt fyrir að vera unninn að erlendri fyrirmynd. "Í honum eru íslenskar hetjur með vonir, væntingar og vonbrigði." Það er rétt að mun skemmtilegra er að horfa á íslenska þátttakendur í stað bandarískra. Því verður hins vegar ekki neitað að blómaskeið ríkir í íslensku sjónvarpi um þessar mundir og mjög mikið magn af sjónvarpsefni á íslensku er í boði. Það væri einfaldlega of langt mál að fara telja upp alla þá þætti sem eru á dagskrá sjónvarpsstöðvanna en til þess að gæta hlutleysis má nefna Gísla Martein hjá RÚV, Fólk með Sirrý á SkjáEinum og Sjálfstætt fólk á Stöð 2. Auk þessara þátta eru þrír dægurmálaþættir, tveir fréttatengdir umræðuþættir auk íþróttaþátta og svona mætti lengi telja. Leiknir íslenskir sjónvarpsþættir hafa hins vegar ekki verið áberandi í íslensku sjónvarpi (Svínasúpan, Fóstbræður og Spaugstofan eru ekki flokkaðir undir þessa tegund dagskrárgerðar enda byggja þeir á stuttum sketsum og hafa engan heilsteyptan söguþráð sem fylgt er eftir í næsta þætti). Þeir hafa heldur ekki gengið vel í landsmenn og hafa flestir dagað uppi, örfáir lifa í tvö ár. Þar að auki er slík dagskrárgerð mjög dýr og því koma þeir með mjög löngu millibili. Fyrir skömmu var þó frumsýnd ný íslensk þáttaröð, Reykjavíkurnætur. Þó sitt sýnist hverjum um gæði þessara þátta er um virðingarvert framtak að ræða. Þeir eru þó einnig gott dæmi um það reynsluleysi sem háir gerð leikinna framhaldsþátta í íslensku sjónvarpi. Leiðir kvikmyndagerðar og sjónvarpsþáttagerðar eru samofnar. Í sjónvarpinu getur ungt kvikmyndagerðarfólk fengið dýrmæta reynslu sem nýtist þeim síðar í framtíðinni. Það gæti síðan miðlað þessari reynslu sinni til næstu kynslóðar þannig að úr yrði hefð fyrir leiknu sjónvarpsefni. Þetta myndi síðan leiða til þess að sífellt fleiri væru um hituna í kvikmyndagerð enda hefði sjónvarpið þá alið af sér fólk með reynslu. En á meðan þessum hópi fólks er ekki sýndur áhugi er hætt við að það fari að bitna á íslenskri kvikmyndagerð sem hingað til hefur rekin á hugsjónarstarfi fárra manna. Sjónvarpsstöðvarnar ættu ef til vill að taka danskt sjónvarp sér til fyrirmyndar. Þeir hafa einbeitt sér að því að gera vandaða framhaldsþætti sem síðan hafa ratað hingað til lands og slegið í gegn: Nikolaj og Julia, Rejseholdet, Krónikan og síðast en ekki síst Örninn sem er sjötti vinsælasti þátturinn á Íslandi samkvæmt fjölmiðlakönnun IMG Gallup í febrúar síðastliðnum. Þar fá ungir leikstjórar að spreyta sig á leikstjórn í sjónvarpi. Ekki er einn fastráðinn sem stýrir öllum þáttunum heldur fá nokkrir færi á að vinna með ákveðið efni innan ákveðins ramma. Þetta væri skipulag sem hægt væri að nýta sér hér á landi og þannig gefið einstaklingum, menntuðum í kvikmyndagerð, tækifæri til þess að nýta sér sína menntun. Það er umhugsunarvert að peningum skuli vera eytt í þýðingar á erlendum þáttum í stað al - íslenskrar þáttagerðar. Það er áhyggjuefni að einungis ein leikin íslensk þáttaröð skuli vera á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Það eru þó fyrst og fremst slæm tíðindi að ungt kvikmyndagerðafólk, sem er að reyna koma sér á framfæri, fái engin tækifæri til þess.Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettabladid.is
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun