Árshátíðir eru úr sér gengnar Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. apríl 2005 00:01 Fyrstu mánuðir hvers árs eru undirlagðir af svokölluðum árshátíðum sem ganga út á það að hrista saman fólk úr öllum deildum og lögum fyrirtækja og vinnustaða, hella í það brennivíni og láta það skemmta sér. Hefðbundið helgarfyllerí er þarna, einu sinni á ári, fært í sérstakan hátíðarbúning sem kostar það að fólk þarf að huga að fötum, hári og skrati með allt að því mánaðarfyrirvara áður en ósköpin dynja yfir. Íslendingum finnst gott að hafa skotheld tilefni fyrir sem flestum almennilegum fylliríum og það gefast varla betri tækifæri, en árshátíðir, til að hrynja í það með góðri samvisku. Nú held ég hreinlega að orð yfir þetta fyrirbæri fyrirfinnist eingöngu í íslensku enda þykir þjóðum sem eru lengra komnar í mannamótum, drykkju og skemmtanahaldi það kannski full púkó að slá upp sérstökum árshátíðum. Árshátíðirnar, eins og þær þekkjast á Íslandi, hljóta að vera arfur frá liðinni tíð og hafa sjálfsagt átt fullan rétt á sér á fyrri hluta síðustu aldar þegar fólk hittist sjaldan og símar og bílar voru ekki í almannaeigu. Þá hefur það þótt eðlilegt að skarta sínu fínasta og berast á á balli sem var ef til vill eina djúttið sem fólk hafði kost á það árið. Nú eru hins vegar árshátíðir haldnar nánast á hverju kvöldi á skemmtistöðum í Reykjavík þannig að þessi eina sanna árshátíð er ekkert annað en innantóm viðbót enda er líklega fátt sorglegra og tilgangslausara en að skemmta sér með fólki sem maður umgengst dagsdaglega í vinnunni. Það dapurlegasta við árshátíðir fyrirtækja er svo auðvitað stéttaskiptingin sem kemur hvergi betur í ljós en þegar verkamenn og undirmenn reyna að standa jafnfætis toppunum þegar þeir eru komnir á fimmta glas. Það eru skýr merki um að maður eigi að fara að drífa sig heim af árshátíð þegar vinnuþrælarnir eru komnir á trúnaðarstigið við stjórana. Þeir fyrrnefdnu í Hagkaupsjakkafötum en hinir í sérsaumuðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrstu mánuðir hvers árs eru undirlagðir af svokölluðum árshátíðum sem ganga út á það að hrista saman fólk úr öllum deildum og lögum fyrirtækja og vinnustaða, hella í það brennivíni og láta það skemmta sér. Hefðbundið helgarfyllerí er þarna, einu sinni á ári, fært í sérstakan hátíðarbúning sem kostar það að fólk þarf að huga að fötum, hári og skrati með allt að því mánaðarfyrirvara áður en ósköpin dynja yfir. Íslendingum finnst gott að hafa skotheld tilefni fyrir sem flestum almennilegum fylliríum og það gefast varla betri tækifæri, en árshátíðir, til að hrynja í það með góðri samvisku. Nú held ég hreinlega að orð yfir þetta fyrirbæri fyrirfinnist eingöngu í íslensku enda þykir þjóðum sem eru lengra komnar í mannamótum, drykkju og skemmtanahaldi það kannski full púkó að slá upp sérstökum árshátíðum. Árshátíðirnar, eins og þær þekkjast á Íslandi, hljóta að vera arfur frá liðinni tíð og hafa sjálfsagt átt fullan rétt á sér á fyrri hluta síðustu aldar þegar fólk hittist sjaldan og símar og bílar voru ekki í almannaeigu. Þá hefur það þótt eðlilegt að skarta sínu fínasta og berast á á balli sem var ef til vill eina djúttið sem fólk hafði kost á það árið. Nú eru hins vegar árshátíðir haldnar nánast á hverju kvöldi á skemmtistöðum í Reykjavík þannig að þessi eina sanna árshátíð er ekkert annað en innantóm viðbót enda er líklega fátt sorglegra og tilgangslausara en að skemmta sér með fólki sem maður umgengst dagsdaglega í vinnunni. Það dapurlegasta við árshátíðir fyrirtækja er svo auðvitað stéttaskiptingin sem kemur hvergi betur í ljós en þegar verkamenn og undirmenn reyna að standa jafnfætis toppunum þegar þeir eru komnir á fimmta glas. Það eru skýr merki um að maður eigi að fara að drífa sig heim af árshátíð þegar vinnuþrælarnir eru komnir á trúnaðarstigið við stjórana. Þeir fyrrnefdnu í Hagkaupsjakkafötum en hinir í sérsaumuðu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar