Það kemur ekkert lengur á óvart 13. október 2005 19:01 Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfubolta. Keflavík leiðir í einvíginu, 2-1, eftir að hafa unnið þriðja leikinn í Keflavík á fimmtudagskvöldið, 86-83, á dramatískan hátt. Þessir þrír leikir liðanna tveggja hafa verið frábær skemmtun og Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að miðað við það, hvernig þessi rimma hafi þróast þá geti allt gerst í fjórða leiknum í dag. "Það kemur ekkert lengur á óvart í leikjum þessara liða. Þeir hafa verið gífurlega harðir og ég skal viðurkenna að ég hef oft séð betri körfubolta í lokaúrslitum heldur en núna. Harkan er hins vegar slík að mistökin sem leikmenn, ritarar og dómarar hafa gert eru fylgifiskar hennar. Það eykur dramatíkina að þessi lið mætust líka í lokaúrslitunum í fyrra og það er alveg ljóst að það er grunnt á því góða á milli félaganna," sagði Friðrik Ingi. Aðspurður um fjórða leikinn sagði Friðrik Ingi að það skipti öllu máli hvernig leikmenn Snæfells mæta til leiks. "Ég veit að þeir eru reiðir eftir þriðja leikinn þar sem þeir hefðu getað unnið og það getur brugðið til beggja vona hjá þeim. Þeir mæta dýrvitlausir og það gæti allt sprungið út og leikmenn liðsins spili eins og englar. Aftur á móti gæti reynsluleysi liðsins í leikjum eins og þessum gert það að verkum að leikmennirnir mæti of æstir og of ákafir. Snæfellsliðið þarf að stjórna hraðanum í leiknum og reyna að fækka mistökum í sókninni. Um leið og þeim tekst það þá koma þeir í veg fyrir að Keflavík nái hröðum sóknum. Keflavíkurliðið hefur átt erfitt með að skora gegn uppstilltri vörn og ég held að þetta sé lykilinn hjá Snæfell," sagði Friðrik Ingi. Um Keflvíkinga sagði Friðrik Ingi að þeir mættu pressulausir til leiks í dag. "Þeir vita að þeir eiga alltaf fimmta leikinn eftir á heimavelli og því geta þeir mætt tiltölulega afslappaðir til leiks. Þeir eru hins vegar farnir að lykta af titlinum og hafa löngum sýnt að þeir eru mjög góðir í þeirri stöðu. Ég hallast samt að sigri Snæfells í leiknum og vonast til að fá fimmta leikinn í Keflavík," sagði Friðrik Ingi. Leikurinn verður sýndur í beinn útsendingu á Sýn kl. 14 í dag. Körfubolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira
Snæfell og Keflavík mætast í Stykkishólmi í dag í fjórða leik liðanna í lokaúrslitum Intersportdeildarinnar í körfubolta. Keflavík leiðir í einvíginu, 2-1, eftir að hafa unnið þriðja leikinn í Keflavík á fimmtudagskvöldið, 86-83, á dramatískan hátt. Þessir þrír leikir liðanna tveggja hafa verið frábær skemmtun og Friðrik Ingi Rúnarsson, fyrrum landsliðsþjálfari, segir að miðað við það, hvernig þessi rimma hafi þróast þá geti allt gerst í fjórða leiknum í dag. "Það kemur ekkert lengur á óvart í leikjum þessara liða. Þeir hafa verið gífurlega harðir og ég skal viðurkenna að ég hef oft séð betri körfubolta í lokaúrslitum heldur en núna. Harkan er hins vegar slík að mistökin sem leikmenn, ritarar og dómarar hafa gert eru fylgifiskar hennar. Það eykur dramatíkina að þessi lið mætust líka í lokaúrslitunum í fyrra og það er alveg ljóst að það er grunnt á því góða á milli félaganna," sagði Friðrik Ingi. Aðspurður um fjórða leikinn sagði Friðrik Ingi að það skipti öllu máli hvernig leikmenn Snæfells mæta til leiks. "Ég veit að þeir eru reiðir eftir þriðja leikinn þar sem þeir hefðu getað unnið og það getur brugðið til beggja vona hjá þeim. Þeir mæta dýrvitlausir og það gæti allt sprungið út og leikmenn liðsins spili eins og englar. Aftur á móti gæti reynsluleysi liðsins í leikjum eins og þessum gert það að verkum að leikmennirnir mæti of æstir og of ákafir. Snæfellsliðið þarf að stjórna hraðanum í leiknum og reyna að fækka mistökum í sókninni. Um leið og þeim tekst það þá koma þeir í veg fyrir að Keflavík nái hröðum sóknum. Keflavíkurliðið hefur átt erfitt með að skora gegn uppstilltri vörn og ég held að þetta sé lykilinn hjá Snæfell," sagði Friðrik Ingi. Um Keflvíkinga sagði Friðrik Ingi að þeir mættu pressulausir til leiks í dag. "Þeir vita að þeir eiga alltaf fimmta leikinn eftir á heimavelli og því geta þeir mætt tiltölulega afslappaðir til leiks. Þeir eru hins vegar farnir að lykta af titlinum og hafa löngum sýnt að þeir eru mjög góðir í þeirri stöðu. Ég hallast samt að sigri Snæfells í leiknum og vonast til að fá fimmta leikinn í Keflavík," sagði Friðrik Ingi. Leikurinn verður sýndur í beinn útsendingu á Sýn kl. 14 í dag.
Körfubolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira