Enn hamlað gegn hagræðingu 12. apríl 2005 00:01 Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Í brennidepli Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Sjá meira
Það hefur löngum legið ljóst fyrir að íslenskir bóndabæir eru að jafnaði of margir og of litlir til að hægt sé að reka þá á hagkvæman máta. Menn voru farnir að ræða þetta þegar á fjórða tug síðustu aldar, ef ekki fyrr, og þótt ýmislegt hafi breyst síðan á þetta enn við. Það hlýtur því að vekja athygli þegar kúabændur álykta á aðalfundi sínum að móta eigi stefnu um hámarksstærð búa. Í ályktuninni segir að við mótun stefnunnar skuli hafa jákvæða ímynd greinarinnar og byggðasjónarmið að leiðarljósi í hvívetna. Þetta lýsir þeim vilja margra kúabænda að koma í veg fyrir eða hamla stækkun búa, en slíka stækkun má telja nauðsynlega ef takast á að reka íslenskan landbúnað á tiltölulega hagkvæman hátt. Verði þessi stefna ofan á tryggir hún að bændur verða áfram háðir ríflegum ríkisstyrkjum og mega neytendur vera viðbúnir því að greiða áfram eitt hæsta matvælaverð í heimi (líkt og árlegar kannanir OECD eru til vitnisburðar um). Reyndar segir Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, í Fréttablaðinu í dag að ekki sé öruggt að stefnan verði sú að hamla stækkun búa en að mikil umræða hafi verið um þetta. Þar bendir hann reyndar einnig á að síðasta vor hafi kerfinu verið breytt að hluta þannig að gripagreiðslur fari lækkandi eftir því sem bú stækki og falli að lokum niður við ákveðið mark. Hræðslan við stóru búin er ein birtingarmynd þess að íslenskir bændur treysta sér fæstir til að standa á eigin fótum. Þeir njóta nú þegar verulegra ríkisstyrkja, beingreiðslur til meðalkúabóndans nema í ár fimm milljón krónum og rúmum 4,2 milljörðum til allra kúabænda. Þeir njóta þess líka að stjórnvöld hafa með ákvörðunum sínum tryggt að verð á landbúnaðarafurðum er mjög hátt. Þar kemur til sú meginregla að svo háir tollar eru lagðir á kjöt og mjólkurafurðir að þær verða óseljanlegar á íslenskum markaði, undantekningin er að vegna alþjóðlegra skuldbindinga verður að opna fyrir innflutning sem nemur þriggja prósenta markaðshlutdeild en vegna þess að sú heimild er alltof lítil verða innflytjendur að bítast um heimildirnar og fær sá sem hæsta þóknun er reiðubúinn að greiða fyrir heimildina, því virkar undanþágan ekki sem skyldi. Kerfið er því einfalt í grunninn. Bændur fá beingreiðslur úr ríkissjóði til að fjármagna rekstur sinn. Ofan á það bætist að þeim eru tryggðar hærri tekjur af sölu afurða sinna en ella væri með því að stjórnvöld koma í veg fyrir erlenda samkeppni. Þetta kerfi þekkja bændur og virðast flestir kunna að meta það. Það birtist meðal annars í því að þeir leggja áherslu á að áhrif alþjóðlegra samninga um sölu landbúnaðarafurða, sem Alþjóða viðskiptastofnunin, vinnur að verði sem minnst. Í ályktun aðalfundarins um þessa alþjóðasamninga, sem ætlað er að lækka matvælaverð, segir að huga verði sérstaklega að möguleikum á undanþágu frá þeim fyrir einangruð smáríki til að styðja framleiðslu fyrir heimamarkað. Niðurstaðan er sú að gangi þetta eftir þurfa neytendur ekki að gera sér miklar væntingar um lækkandi matvælaverð á næstunni. Og þar sem hjarta Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra, og raunar fleiri ráðherra, slær í takt við bændur má búast við að stjórnvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að tilraunir á heimsvísu til að bæta hag neytenda verði til þess að íslenskir neytendur njóti góðs af þeim. Brynjólfur Þór Guðmundsson -brynjolfur@frettabladid.is
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun